Spurningalisti um landnotkun

Málsnúmer 201401013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 108. fundur - 08.01.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 3.1.2014 þar sem Björn H. Bjarkarson f.h. starfshóps, sem hefur það hlutverk að vinna að undirbúningi umfjöllunar um landnotkun í dreifbýli í landsskipulagsstefnu 2015-2026, óskar eftir upplýsingum um landnotkun í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna listann áfram og senda á nefndarmenn til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.