Samkaup, ósk um lagfæringar á plani

Málsnúmer 201107016

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 113. fundur - 26.03.2014

Erindi dagsett 18.3.2014 þar sem Gunnar Egill Sigurðsson, forstöðumaður verslunarsviðs Samkaup hf. vísar í erindi dagsett 29.6.2011. Einnig er óskað eftir að svæðið norðan við Kaupvang 6 sem verði annaðhvort sameinað lóðinni Kaupvangi 6 eða verði afhent þeim til umsjár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að kalla eftir hugmyndum bréfritara um fyrirhugaða notkun á lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 115. fundur - 29.04.2014

Fyrir liggja hugmyndir Samkaupa um frágang á svæðinu norðan við Kaupvang 6. Málið var áður á dagskrá 26.3.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við fulltrúa Samkaupa um nýtingu og frágang á umræddu svæði. Niðurstaðan verði lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 118. fundur - 02.06.2014

Fyrir liggur tillaga um frágang á planinu við Kaupvang 2 og 6. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar verður alfarið á höndum framkvæmdaraðila. Ef til þess kemur að sveitarfélagið þurfi á lóðinni að halda getur það leyst hana til sín.


Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu um frágang bílaplans við Kaupvang 2 og 6 til afnota.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu HJ, SHR
en skriflega í tölvupósti JG, ÞH, ÁK.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 198. fundur - 04.06.2014

Fyrir liggur tillaga um frágang á planinu við Kaupvang 2 og 6. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar verður alfarið á höndum framkvæmdaraðila. Ef til þess kemur að sveitarfélagið þurfi á lóðinni að halda getur það leyst framkvæmdina til sín.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um frágang bílaplans við Kaupvang 2 og 6.
Bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá nauðsynlegum samningum við hlutaðeigandi aðila vegna umræddrar framkvæmdar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.