Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs

116. fundur 14. maí 2014 kl. 17:00 - 18:50 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Hafsteinn Jónasson formaður
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Páll Sigvaldason varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einum lið sem er fjárhagsáætlun og verður sá liður nr. 1.

1.Fjárhagsáætlun S og M 2015

Málsnúmer 201404085

Fyrir liggur rammaáætlun fyrir árið 2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða rammaáætlun, en bendir á að verulega þarf að auka við fjármagn í viðhaldsverkefni í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Brot á dýravelferðarlögum

Málsnúmer 201405023

Erindi dagsett 05.05.2014 þar sem Matvælastofnun fer fram á, við sveitarfélagið Fljótsdalshérað, að farið verði yfir verklagsreglur sveitarfélagsins m.t.t. handsömunar dýra, óskað er eftir að afrit verklagsreglanna verði sent til Matvælastofnunar ekki síðar en 01.06.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að fara yfir samþykktir fyrir hunda- og kattahald og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

3.Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201405031

Lagt er fram minnisblað vegna starfsleyfisgerðar fyrir Tjaldsvæðið Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um nafnbreytingu á fasteign

Málsnúmer 201405002

Erindi dagsett 02.05.2014 þar sem Áskell Gunnar Einarsson kt.280745-2949, óskar eftir að nafninu Vallnaholt 4, Eiðum verði breytt í Unuhús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu, þar sem gatan heitir Vallnaholt og húsin númeruð. Nefndin bendir á að nefna má húsið og merkja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

5.Ungt fólk og lýðræði 2014

Málsnúmer 201402180

Fyrir liggur ályktun ungmenna frá ráðstefnunni "Ungt fólk og lýðræði", sem haldin var á Ísafirði 9.-11. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

6.Austurför, umsókn um skilti

Málsnúmer 201405052

Erindi í tölvupósti dagsett 06.05.2014 þar sem Heiður Vigfúsdóttir f.h. Austurför ehf.kt.650899-2539, óskar eftir leyfi til að setja upp auglýsingaskilti samkvæmt meðfylgjandi ljósmyndum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera tillögu um skiltastanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

7.Hlymsdalir, bílastæði og hellulögn

Málsnúmer 201405006

Fyrir liggur minnisblað dagsett 02.05.2014 vegna skoðunar á aðkomu að Hlymsdölum o.fl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags-og byggingarfulltrúa að gera tillögu um fyrirkomulag og merkingar við Hlymsdali og tröppum af Lagarási niður á lóðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

8.Bláskógar 11, beiðni um breytingar á lóðarmörkum

Málsnúmer 201311022

Erindi í tölvupósti dagsett 31.10.2013 þar sem Fjóla Egedía Sverrisdóttir kt.040158-2009 óskar eftir að lóðin Bláskógar 11 verði minnkuð, vegna þess að sveitarfélagið er að nota hluta lóðarinnar sem útivistarsvæði fyrir almenning. Málið var áður á dagskrá 13.11.2013. Fyrir liggur tillaga að lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagt lóðarblað og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning við lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

9.Kelduskógar 10,12,14 og 16, vatnsagi

Málsnúmer 201404153

Erindi í tölvupósti dagsett 22.4.2014 þar sem Hafþór Atli Rúnarsson kt.220983-4989 óskar eftir að sveitarfélagið geri ráðstafanir til að ekki safnist fyrir vatn í bakgarði húsins. Málið var áður á dagskrá 29.04.2014. rætt hefur verið við bréfritara.

Lagt fram til kyningar.

10.Beiðni um nýtingu túna í landi Eyvindarár

Málsnúmer 201404150

Erindi móttekið 23.4.2014 þar sem Jón Björgvin Vernharðsson kt.050980-4999 og Sigurður Hallgrímur Jónsson kt.150757-2079 óska eftir að fá samning um afnot af túnum sveitarfélagsins úr landi Eyvindarár.
Málið var áður á dagskrá 29.04.2014.

Málið er í vinnslu.

11.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201309043

Bréf frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði. Málið var áður á dagskrá 29.04.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa ljúka við framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

12.Vatnstankur við Þverkletta

Málsnúmer 201405055

Erindi dagsett 09.05.2014 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.470605-1110 sækir um leyfi til að rífa gamla vatnstankinn við Þverkletta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjandi. Nefndin bendir á að hafa þarf samráð við Heilbrigðiseftirlitið um förgun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

13.Stofnlögn hitaveitu, umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 201405056

Erindi dagsett 09.05.2014 þar sem Guðmundur Davíðsson f.h. Hitaveitu Egilsstaða og Fella kt.470605-1110 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitulögn, ásamt stýristreng (ljósleiðara) frá vegafleggjara að Finnsstöðum að Fossgerði og að Þrándarstaðatorfunni, eins og meðfylgjandi uppdráttur lýsir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir verkinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

14.Gangbrautir fyrirspurn

Málsnúmer 201405057

Erindi í tölvupósti dagsett 28.04.2014 þar sem Halldór Örvar Einarsson óskar eftir að athugað verði hvort ekki ætti að setja upp gangbraut við gatnamót Seláss, Lagaráss og Laufáss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara ábendinguna. Nefndin samþykkir að vísa málinu til Umferðaröryggishóps sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.

Fundi slitið - kl. 18:50.