Brot á dýravelferðarlögum

Málsnúmer 201405023

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 116. fundur - 14.05.2014

Erindi dagsett 05.05.2014 þar sem Matvælastofnun fer fram á, við sveitarfélagið Fljótsdalshérað, að farið verði yfir verklagsreglur sveitarfélagsins m.t.t. handsömunar dýra, óskað er eftir að afrit verklagsreglanna verði sent til Matvælastofnunar ekki síðar en 01.06.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að fara yfir samþykktir fyrir hunda- og kattahald og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu.