Miðvangur 18, frágangur á lóðamörkum

Málsnúmer 201309045

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 101. fundur - 11.09.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 28.08.2013 þar sem Eggert Már Sigtryggsson óskar eftir að lokið verði við frágang á lóðinni Miðvangur 18 og gengið verði frá bráðabyrgðar lokunum við lóðina Blómvangur 2. Einnig er vísað í erindi dags. 20.06.2012, sem tekið var fyrir í skipulags- og mannvirkjanefnd 11.07.2012.

Eftirfarand tillaga lögð fram:

Skipulags og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá bráðabyrgðarlokun við lóðarmörk Blómvangs 2 og Miðvangs 18 í samráði við lóðarhafa.
Öðrum framkvæmdum á svæðinu er vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 183. fundur - 18.09.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 28.08.2013 þar sem Eggert Már Sigtryggsson óskar eftir að lokið verði við frágang á lóðinni Miðvangur 18 og gengið verði frá bráðabirgðarlokunum við lóðina Blómvangur 2. Einnig er vísað í erindi dags. 20.06.2012, sem tekið var fyrir í skipulags- og mannvirkjanefnd 11.07.2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá bráðabirgðarlokun við lóðarmörk Blómvangs 2 og Miðvangs 18 í samráði við lóðarhafa.
Öðrum framkvæmdum á svæðinu er vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.