Samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum

Málsnúmer 201704054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 383. fundur - 24.04.2017

Lagt fram til kynningar bréf um samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 69. fundur - 10.05.2017

Lagt er fram til kynningar bréf um samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum til skoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73. fundur - 12.07.2017

Lagt fram minnisblað varðandi norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun þéttbýlissvæða.
Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins um þátttöku og hversu margir fulltrúar eigi að sækja upphafssmiðju verkefnisins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgun á Norðurlöndum. Nefndin leggur til að tveimur aðilum frá sveitarfélaginu verði gert kleift að sækja upphafssmiðju verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.