Snjómokstur og hálkuvarnir 2017

Málsnúmer 201708005

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74. fundur - 09.08.2017

Til umræðu eru samningar um snjómokstur og hálkuvarnir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að stofna starfshóp sem fer yfir það vinnuferli sem verið hefur á snjómokstri og hálkuvörnum og gerir tillögu að áframhaldi og/eða breytingum á vinnuferlum.

Nefndin samþykkir að tilnefna Árna Kristinsson, Pál Sigvaldason, Kjartan Róbertsson og Kára Ólason í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Til umræðu er fyrirkomulag um snjómokstur og hálkuvarnir.

Forstöðumaður Þjónustumaður sat fundin undir þessum lið.

Starfsmanni falið að leita til Björns Sveinssonar hjá Verkís um tillögu að samningi um snjómokstur og hálkuvarnir.

Að öðru leyti er málið í vinnslu.

Gestir

  • Kári Ólason - mæting: 19:00

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79. fundur - 25.10.2017

Kári Ólason mæti kl.17:35 og fór yfir nýjar útfærslur á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir.

Kára Ólasyni þökkuð kynningin.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 80. fundur - 08.11.2017

Málið var áður á dagskrá þann 25. október sl.

Farið yfir forsendur verðskrár um snjómokstur og hálkuvarnir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við verktaka í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu