Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705107

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 386. fundur - 22.05.2017

Lagt fram erindi Körfuknattleiksdeildar Hattar um uppbyggingu útisvæðis fyrir körfuboltaiðkun, ásamt ýmsum upplýsingum um útfærslur, kostnaðaráælun og fl.
Bæjarráð samþykkir að vísa verefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næstu ára.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 31. fundur - 24.05.2017

Fyrir liggur bréf frá Körfuknattleiksdeild Hattar vegna útikörfuboltavallar á Egilsstöðum ásamt hugmynd að útfærslu og kostnaðaráætlun.
Erindi Körfuknattleiksdeildar hefur verið vísað af bæjarráði til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar jákvæðum viðbrögðum bæjarráðs við erindinu og leggur áherslu á mikilvægi þess að gera skipulagðri íþróttastarfsemi hátt undir höfði. Þá telur nefndin staðsetningu vallarins skv. erindinu, á svæði milli skóla og íþróttamiðstöðvar, kjörna til þess að efla reitinn sem miðstöð fjölbreyttrar íþróttaiðkunar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 71. fundur - 14.06.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gera ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 79. fundur - 25.10.2017

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Magnúsi Eyþórssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu erindis frá Körfuknattleiksdeild Hattar vegna útikörfuboltavallar.

Þar sem breytingartillaga að deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits hefur ekki hlotið afgreiðslu getur Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki afgreitt erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84. fundur - 24.01.2018

Fyrir liggur erindi frá Körfuknattleiksdeildar Hattar þar sem óskað er eftir samvinnu um uppbyggingu á útikörfuboltavelli við Íþróttamiðstöðina.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gert verði ráð fyrir útikörfuboltavelli sunnan við Íþróttamiðstöðina í tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 428. fundur - 28.05.2018

Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins. Bæjarráð samþykkir að kalla eftir sundurliðaðri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna verkefnisins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 431. fundur - 02.07.2018

Björn Ingimarsson fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við útikörfuboldavöllinn sem áformað er að fara í á þessu ári. Jafnframt fór hann yfir fund sem hann átti með fulltrúum körfuknattleiksdeildar Hattar vegna málsins. Fram kom að framkvæmdin mun verða að öllu leyti á hendi sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið fari í framkvæmdina. Stefnt er að því að jarðvegsframkvæmdir verði á þessu ári og framkvæmdinni verði lokið um mitt næsta ár.
Starfsmönnum framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram í samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103. fundur - 12.12.2018

Farið yfir stöðu framkvæmda við útikörfuboltavöll við íþróttahús.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda við útikörfuboltavöll.
Kostnaðaráætlun er í samræmi við fjárfestingaáætlun fyrir 2019.

Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 56. fundur - 06.11.2019

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar opnun nýs útikörfuboltavallar á Egilsstöðum. Framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði og er sveitarfélaginu til sóma og verður lyftistöng fyrir íþróttaiðkun í samfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.