Íþrótta- og tómstundanefnd

56. fundur 06. nóvember 2019 kl. 07:00 - 09:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Styrkir íþrótta- og tómstundanefndar

Málsnúmer 201904113Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um styrki íþrótta- og tómstundanefndar sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2019.

Alls bárust níu umsóknir um styrki en samþykkt var að styrkja átta þeirra.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Tour De Ormurinn, umsækjandi UÍA, kr. 130.000
- Urriðavatnssund, umsækjandi Urriðavatnssund, kr. 100.000
- Náttúruhlaupanámskeið, umsækjandi Umf. Þristur, kr. 40.000
- Fjallahjólanámskeið, umsækjandi Umf. Þristur, kr. 30.000
- Afrekshópur fimleikadeildar Hattar, ME og UÍA, umsækjandi Fimleikadeild Hattar, kr. 150.000
- Meistaraflokkur kvenna í körfubolta, umsækjandi Körfuknattleiksdeild Hattar, kr. 400.000
- Stúdíó í ME, umsækjandi Foreldra- og hollvinafélag Menntaskólans á Egilsstöðum, kr. 75.000
- Skíðagöngukennsla, umsækjandi Skíðafélagið í Stafdal, kr. 200.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skíðafélagið í Stafdal

Málsnúmer 201910013Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir fyrir hönd Skíðafélagsins í Stafdal og ræddi fjárhagsmál og fyrirætlanir félagsins fyrir veturinn.

Leggur íþrótta- og tómstundanefnd til að færðir verði ónýttir fjármunir að fjárhæð kr 1.000.000 af lið 06-28 til hækkunar fjárheimildar á lið 06-65 svo hægt sé að koma til móts við þarfir Skíðafélagsins í ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir

3.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705107Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar opnun nýs útikörfuboltavallar á Egilsstöðum. Framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði og er sveitarfélaginu til sóma og verður lyftistöng fyrir íþróttaiðkun í samfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Hjólastæði

Málsnúmer 201910061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Philip Vogler, dagsettur 8. október, þar sem bent er á vankanta við staðsetningu hjólagrinda við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Philip fyrir erindið og beinir því til forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201905099Vakta málsnúmer

Fyrir liggja reglur um viðurkenningar fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að koma reglum til allra íþróttafélaga í sveitarfélaginu og fá tilnefningar þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tómstundaframlag

Málsnúmer 201807002Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglur um tómstundaframlag verði uppfærðar í samræmi við umræður á fundinum og lagðar fyrir á næsta fundi.

Þá leggur nefndin til að frá og með áramótum fari umsóknir um tómstundaframlag sveitarfélagsins allar í gegnum Nóra, skráningar- og umsýslukerfi, og þau félög sem bjóða upp á námskeið sem samræmast reglum um tómstundaframlag nýti sér það kerfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2020

Málsnúmer 201910176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinna við starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2020.

8.Frístundastyrkur og systkinaafsláttur

Málsnúmer 201910063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hannesi K. Hilmarssyni, sem borið var upp í Samfélagssmiðjunni 26. september 2019 og sent í tölvupósti í framhaldi.

Nefnir Hannes þar bæði hækkun á tómstundaframlagi og systkinaafslátt á milli deilda íþróttafélaga.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Hannesi fyrir erindið og vísar fyrri hluta þess, varðandi tómstundaframlag, til fyrri bókana nefndarinnar um hækkun þess. Hvað varðar systkinaafslátt á milli deilda íþróttafélaga vísar nefndin erindinu til Íþróttafélagsins Hattar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um endurskoðun gjaldskrárhækkunar og afnáms hjónakorta Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201910177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur undirskriftalisti frá Þórdísi Kristvinsdóttur þar sem farið er fram á að íþrótta- og tómstundanefnd endurskoði gjaldskrárhækkun og afnám hjónakorta í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Þórdísi fyrir erindið. Ekki stendur til að setja aftur á hjónaafslátt í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum en nefndin minnir á að gjaldskrá miðstöðvarinnar er endurskoðuð árlega og verður tekin fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 09:00.