Frístundastyrkur og systkinaafsláttur

Málsnúmer 201910063

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 56. fundur - 06.11.2019

Fyrir liggur erindi frá Hannesi K. Hilmarssyni, sem borið var upp í Samfélagssmiðjunni 26. september 2019 og sent í tölvupósti í framhaldi.

Nefnir Hannes þar bæði hækkun á tómstundaframlagi og systkinaafslátt á milli deilda íþróttafélaga.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Hannesi fyrir erindið og vísar fyrri hluta þess, varðandi tómstundaframlag, til fyrri bókana nefndarinnar um hækkun þess. Hvað varðar systkinaafslátt á milli deilda íþróttafélaga vísar nefndin erindinu til Íþróttafélagsins Hattar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.