Ósk um endurskoðun gjaldskrárhækkunar og afnáms hjónakorta Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201910177

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 56. fundur - 06.11.2019

Fyrir liggur undirskriftalisti frá Þórdísi Kristvinsdóttur þar sem farið er fram á að íþrótta- og tómstundanefnd endurskoði gjaldskrárhækkun og afnám hjónakorta í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Þórdísi fyrir erindið. Ekki stendur til að setja aftur á hjónaafslátt í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum en nefndin minnir á að gjaldskrá miðstöðvarinnar er endurskoðuð árlega og verður tekin fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 57. fundur - 28.11.2019

Fyrir liggur að leiðrétta málsaðila.

Fyrir mistök var Þórdís Kristvinsdóttir skráður málsaðili en réttur málsaðili á að vera Gauti Brynjólfsson.

Íþrótta- og tómstundanefnd staðfestir leiðréttinguna.