Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

428. fundur 28. maí 2018 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda rekstri sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillöguteikningar að stækkun leikskóla við Hádegishöfða, en málið að öðru leyti í vinnslu.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201802134Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti viðauka nr 3 við fjárhagsáætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að hækka fjárheimildir á málaflokki 21 um 9 milljónir, vegna kostnaðar og vinnu við innleiðingu persónuverndarlaga. Upphæðin er tekin af málaflokki 27. Áhrif á niðurstöður reksturs og sjóðstreymis eru því engin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi 2018

Málsnúmer 201805103Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir umræður á fundi stjórnar Brunavarna á Austurlandi og nokkur mál sem þar voru til umfjöllunar.

5.Fundargerð 9. fundar stjórnar SSA

Málsnúmer 201805118Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Aðalfundur Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, 17. maí 2018

Málsnúmer 201805020Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundur stjórnar SvAust fimmtudaginn 24. maí 2018

Málsnúmer 201805162Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Innkaupareglur Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201709051Vakta málsnúmer

Lögð fram endanleg drög að breyttum innkaupareglum fyrir Fljótsdalshérað, en unnið hefur verið að ednurgerð þeirra með tilliti til breytinga á lögum um opinber innkaup.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að innkaupareglurnar verði samþykktar, eins og þær liggja hér fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samningur um förgun úrgangs, undirritaður/Tjarnarland

Málsnúmer 201110091Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að svara erindinu með vísan til samninga milli aðila.

10.Eigandastefna ríkisins fyrir jarðir, land, lóðir og auðlindir.

Málsnúmer 201710060Vakta málsnúmer

Bæjarráð ítrekar fyrri áherslur sínar í málinu og sér ekki forsendur til að breyta þeim. Bæjarráð óskar því eftir fundi með forsvarsmönnum ríkiseigna þar sem framtíðaráherslur vegna ríkisjarða verði ræddar.

11.Tækjabúnaður fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201805024Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til nýrrar bæjarstjórnar til ákvörðunar, þar sem það snýr ekki síst að þörfum nýrra fulltrúa.

12.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705107Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins. Bæjarráð samþykkir að kalla eftir sundurliðaðri kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna verkefnisins.

13.Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Málsnúmer 201805160Vakta málsnúmer

Fram kom að búið er að skipuleggja ýmsa viðburði tengda fullveldisafmælinu bæði hjá Fljótsdalshéraði og víðar um Austurland. Hjá sveitarfélaginu er þegar búið að kaupa umrædda fána og farið að nýta þá.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

14.Sumarlokun bæjarskrifstofu

Málsnúmer 201703184Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sumarlokun bæjarskrifstofunnar 2018 verði frá og með mánudeginum 23. júlí, til og með föstudeginum 3. ágúst.

Fundi slitið - kl. 11:15.