Tækjabúnaður fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201805024

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 426. fundur - 07.05.2018

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið og fór yfir þær útfærslur sem hann hefur velt upp, varðandi tölvubúnað fyrir bæjarfulltrúa.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar til frekari umræðu og ákvarðanatöku.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 428. fundur - 28.05.2018

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til nýrrar bæjarstjórnar til ákvörðunar, þar sem það snýr ekki síst að þörfum nýrra fulltrúa.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 430. fundur - 25.06.2018

Farið yfir ýmsa kosti varðandi tölvuumhverfi bæjarfulltrúa og hvaða fyrirkomulag henti best fyrir þá. Haddur Áslaugsson mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir valkostina og aðgangsmál.
Bæjarráð samþykkir að kjörnir bæjarfulltrúar fái styrk í upphafi kjörtímabils til kaupa á tækjabúnaði vegna starfa þeirra fyrir sveitarfélagið.
Styrkupphæðin verði kr. 150.000 og færist á lið 2101. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða útfærslu á styrkveitingunni.

Um uppsetningu leyfa og hugbúnaðar á viðkomandi tölvur gildi sömu reglur og um tölvubúnað starfsmanna sveitarfélagsins.