Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

386. fundur 22. maí 2017 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráðsmönnum.
Einnig kynnti hann fyrirhugaða fundi sem boðaðir hafa verið á næstunni.

2.Fundargerð 225. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201705117Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 225. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

3.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf. 2017

Málsnúmer 201704104Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Vísindagarðsins frá 16. maí sl. lögð fram til kynningar.

4.Aðalfundur Ársala bs. 2017

Málsnúmer 201705011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Ársala frá 16. maí sl.

5.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705107Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Körfuknattleiksdeildar Hattar um uppbyggingu útisvæðis fyrir körfuboltaiðkun, ásamt ýmsum upplýsingum um útfærslur, kostnaðaráælun og fl.
Bæjarráð samþykkir að vísa verefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til skoðunar í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næstu ára.

6.Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Málsnúmer 201704063Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Bæjarráð vísar til og tekur undir athugasemdir sem fram koma í bréfi bæjar-og sveitarstjóra á Austurlandi og Vestfjörðum, sem sent var nefndinni og dagsett er 26. apríl sl.
Bæjarráð Fjarðabyggðar kom til fundar við bæjarráð Fljótsdalshéraðs kl. 11:00.

Fundi slitið - kl. 10:30.