Fénaðarklöpp 3, umsókn um lóð

Málsnúmer 201206122

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 521. fundur - 13.07.2020

Frímúrarastúkan Vaka sótti um lóðina Fénaðarklöpp 3, 15. júní 2012 og var afgreiðslu máls frestað. Jafnframt var ákveðið af skipulags- og mannvirkjanefnd að farið yrði í gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Umsókn frá húsbyggingarnefnd Vöku um lóð sem er ekki til og ekki er til deiliskipulag. Upphaflegt erindi frá 2012.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að funda með umsækjendum og afla frekari gagna.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.