Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs 2019

Málsnúmer 201905175

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 114. fundur - 12.06.2019

Á fundinn komu starfsmenn Landsvirkjunar, Sindri Óskarsson og Árni Óðinsson og fóru yfir verkefni sem eru í gangi hjá Landsvirkjun og niðurstöður vöktunar og fl.

Lagt fram til kynningar

Náttúruverndarnefnd - 13. fundur - 24.06.2019

Bæjarstjórn vísaði málinu til náttúruverndarnefndar en það varðar rof á bökkum Lagarfljóts og viðbrögð við því.

Nefndin felur verkefnastjóra umhverfismála að afla frekari upplýsinga frá Landsvirkjun og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 14. fundur - 13.08.2019

Verkefnastjóri umhverfismála greinir frá samskiptum vegna málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd telur að mótvægisaðgerðir vegna áhrifa af byggingu Kárahnjúkavirkjunar verði að taka sérstakt tillit til svæða sem njóta verndar eða sérstöðu vegna náttúrufars. Nefndin bendir á að svonefndir Víðar og Víðihólmar í Lagarfljóti eru innan svæðis sem er á náttúruminjaskrá (647. Finnsstaðanes og Egilsstaðanes) og því mikilvægt að sem fyrst verði brugðist við landbroti sem þar á sér stað.

Náttúruverndarnefnd felur formanni og starfsmanni að taka saman upplýsingar af loftmyndum og frá landeigendum um umfang landbrots á svæðinu sem um ræðir. Einnig að kanna stöðu annarra svæða sem eru á náttúruminjaskrá og liggja að Lagarfljóti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 16. fundur - 20.01.2020

Náttúruverndarnefnd telur ástæðu til að hafa áhyggjur af landbroti á Víðum og Víðihólmum, sem er svæði á náttúruminjaskrá. Einnig telur nefndin ástæðu til að skoðað verði hvort landbrot á sér stað á bökkum Lagarfljóts í Húsey, sem einnig er á náttúruminjaskrá. Nefndin beinir því til Landsvirkjunar að horft verði sérstaklega til að vernda svæði á náttúruminjaskrá fyrir landbroti sem til er komið vegna aukins vatnsmagns í Lagarfljóti eftir virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.