Atvinnu- og menningarnefnd

76. fundur 29. október 2018 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201409105

Á fundinn undir þessum lið mætti María Hjálmarsdóttir frá Austurbrú se, gerði grein fyrir verkefninu Áfangastaðurinn Austurland. Atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að huga að stefnumótun ferðaþjónustunnar á Héraði. Lagt er til að boða fulltrúa Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurbrúar á fund nefndarinnar til að fara yfir málið á nýju ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2019

Málsnúmer 201809013

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2019 með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalfundur Forskots vegna 2017

Málsnúmer 201810096

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Forskots fyrir árið 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni afla frekari upplýsinga um félagið og leggja fyrir nefndina til að meta hvað verði um framtíð félagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samþykktir fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201309169

Fyrir liggja samþykktir fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að samþykktir fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs verði teknar til endurskoðunar en þær eru í meginatriðum frá 2012. Nefndin felur starfsmanni að taka saman gögn um miðstöðina og vinna að tillögum um samþykktir sem lagðar verði fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs, endurskoðun

Málsnúmer 201807024

Samkvæmt Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, sem samþykkt var af bæjarstjórn 4. maí 2016, er gert ráð fyrir að menningarstefnan verði tekin til endurskoðunar haustið 2018. Jafnframt liggja fyrir nokkrar athugasemdir og tillögur varðandi stefnuna sem starfsmanni var falið að gefa stofnunum sveitarfélagsins tækifæri til að gera.

Atvinnu- og menningarnefnd mun á næsta fundi fara yfir stefnuna í ljósi reynslunnar og fyrirliggjandi athugasemda.

Saþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018

Málsnúmer 201809014

Fyrir liggur til kynningar tillaga að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknin hefur einnig verið til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

7.Ljóðagöngur í skógi, styrkumsókn

Málsnúmer 201810109

Fyrir liggur styrkumsókn frá Litl ljóða hámerinni um ljóðagöngur í skógi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Birtingaráætlun Austurbrúar og sveitarfélaga á Austurlandi 2019

Málsnúmer 201810140

Fyrir liggur Birtingaráætlun vegna sameiginlegra auglýsinga Austurbrúar og sveitarfélaga á Austurlandi fyrir 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 693.750 sem tekið verði af lið 1363 á fjárhagsáætlun 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.