Menningarstefna Fljótsdalshéraðs, endurskoðun

Málsnúmer 201807024

Atvinnu- og menningarnefnd - 72. fundur - 13.08.2018

Samkvæmt Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, sem samþykkt var af bæjarstjórn 4. maí 2016, er gert ráð fyrir að menningarstefnan verði tekin til endurskoðunar fyrir 1. október 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að kalla eftir tillögum og athugasemdum við stefnuna frá þeim stofnunum sveitarfélagsins sem hún nær til. Þeim verði skilað fyrir 15. október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 76. fundur - 29.10.2018

Samkvæmt Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, sem samþykkt var af bæjarstjórn 4. maí 2016, er gert ráð fyrir að menningarstefnan verði tekin til endurskoðunar haustið 2018. Jafnframt liggja fyrir nokkrar athugasemdir og tillögur varðandi stefnuna sem starfsmanni var falið að gefa stofnunum sveitarfélagsins tækifæri til að gera.

Atvinnu- og menningarnefnd mun á næsta fundi fara yfir stefnuna í ljósi reynslunnar og fyrirliggjandi athugasemda.

Saþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 77. fundur - 12.11.2018

Samkvæmt Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, sem samþykkt var af bæjarstjórn 4. maí 2016, er gert ráð fyrir að menningarstefnan verði tekin til endurskoðunar haustið 2018. Jafnframt liggja fyrir nokkrar athugasemdir og tillögur varðandi stefnuna sem starfsmanni var falið að gefa stofnunum sveitarfélagsins tækifæri til að gera.

Málið er í vinnslu og mun nefndin vinna sjálf að endurskoðun stefnunnar á næstu fundum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 78. fundur - 26.11.2018

Fyrir liggur Menningarstefna Fljótsdalshéraðs til endurskoðunar.

Farið yfir stefnuna og athugasemdir sem borist hafa.
Atvinnu og menningarefnd leggur til að ákvæði stefnunnar um að gestir á listviðburðum og sýningum á vegum sveitarfélagsins greiði aðgangseyri að eigin vali, haldi sér. Starfsmanni falið að vinna leiðbeiningar um málið og senda stofnunum sem alfarið er í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 82. fundur - 11.02.2019

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri menningarstefnu sveitarfélagsins.

Málinu frestað til næsta fundar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 83. fundur - 25.02.2019

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leiti og vísar henni til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.