Fyrir liggja tillögur um áframhaldandi vinnu við skráningu örnefna í sveitarfélaginu.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fenginn verði aðili til að aðstoða við skráningu örnefna í afmarkað verkefni. Til verksins verði varið kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0589.
Fyrir liggja drög að reglum er styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Á fundi atvinnu- og menningarnefndar 8. október 2018 fól nefndin Sigrúnu Blöndal og Gunnhildi Ingvarsdóttur að fara yfir drög að fyrirliggjandi reglum er varða menningarmál, ásamt starfsmanni og leggja fyrir nefndina. Annars vegar er um að ræða reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins og hins vegar reglur um menningarverðlaun.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að reglum um menningarverðlaun og reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins.
Fyrir liggur tillaga, dagsett 22. febrúar 2019, frá Benedikt Warén, um verkefni sem miðar að skipulagningu á frístunda- og ræktunarhverfi á Valgerðarstöðum og við Urriðavatn.