Frístunda- og ræktunarhverfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201902110

Atvinnu- og menningarnefnd - 83. fundur - 25.02.2019

Fyrir liggur tillaga, dagsett 22. febrúar 2019, frá Benedikt Warén, um verkefni sem miðar að skipulagningu á frístunda- og ræktunarhverfi á Valgerðarstöðum og við Urriðavatn.

Málið er í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 84. fundur - 11.03.2019

Fyrir liggur tillaga, dagsett 22. febrúar 2019, frá Benedikt Warén, um verkefni sem miðar að skipulagningu á frístunda- og ræktunarhverfi á Valgerðarstöðum og við Urriðavatn.

Málið var á dagskrá síðasta fundar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir svæði fyrir afþreyingar- og ræktunarhverfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.