Atvinnu- og menningarnefnd

78. fundur 26. nóvember 2018 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Atli Vilhelm Hjartarson varamaður
  • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Efling Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 201811077

Fyrir liggur erindi frá Austurbrú dagsett 14. nóvember 2018, þar sem óskað er aðkomu sveitarfélaganna á starfssvæði SSA að fjármögnun flugvallarverkefnisins á árinu 2019.

Á fundi bæjarráðs, 19. nóvember 2018, var bókað að vel væri tekið í framhald verkefnisins og samþykkti bæjarráð jafnframt að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar. Auk þess óskaði bæjarráð eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar til þess að ræða verkþætti áætlunarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í erindið enda skiptir flugvöllurinn íbúa og atvinnulíf á Austurlandi miklu máli. Nefndin telur skipta miklu máli hver aðkoma annarra sveitarfélaga á Austurlandi verður að verkefninu og þá um leið hverjar áherslur og inntak verkefnisins getur orðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201811078

Fyrir liggja samþykktir og úthlutunarreglur fyrir Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir styrkumsóknum úr atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019.

Jafnframt leggir nefndin til að samþyktir og úthlutunarreglur fyrir sjóðinn verði teknar til endurskoðunar og taki nýjar reglur gildi þegar úthlutað verði úr sjóðnum 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga

Málsnúmer 201811114

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 19. nóvember 2018, frá Maríu Hjálmarsdóttur f.h. Austurbrúar, þar óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um s.k. úrbótagöngu sem er hluti af verkefninu Áfangastaðurinn Austurland og miðar að því að þróa staði og áfangastaði þannig að þeir hafi meira aðdráttarafl.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að afla frekari upplýsinga um verkefnið sem verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ormsteiti til framtíðar

Málsnúmer 201811080

Atvinnu- og menningarnefnd auglýsti í október síðast liðnum eftir aðila eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka að sér framkvæmd og rekstur bæjarhátíðarinnar Ormsteitis 2019 og eða til næstu ár. Frestur til að skila inn tillögum um framkvæmd og rekstur hátíðarinnar var til og með 19. nóvember 2018.

Engin umsókn barst við auglýsingunni.

Framtíð bæjarhátíðar á Fljótsdalshéraði rædd. Ákveðið að taka málið aftur upp á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Kirkjur - menningarveðmæti

Málsnúmer 201811063

Fyrir liggur erindi frá Þórhalli Pálssyni varðandi viðhald kirkna innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 19. nóvember 2018 að senda erindið til umfjöllunar til atvinnu- og menningarnefndar. Jafnframt hvatti bæjarráð sóknarnefndir viðkomandi kirkna að senda inn umsóknir til húsafriðunarsjóðs, ef þær hyggðu á endurbætur sinna sóknarkirkna. Sveitarfélagið væri tilbúið að aðstoða við gerð slíkra umsókna, verði eftir því óskað.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir bókun bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.101 Austurland - Tindar og toppar - þýðing á ensku

Málsnúmer 201811031

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Bókstaf ehf, dagsett 7. nóvember 2018, til að þýða á ensku og gefa út bókina 101 Austurland - Tindar og toppar. Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarráði til afgreiðslu 12. nóvember 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd beinir því til umsækjanda að sækja um styrk til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs og nota til þess eyðublað fyrir sjóðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fundargerð Minjasafns Austurlands 1. nóvember 2018

Málsnúmer 201811054

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 1. nóvember 2018.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 29.október og 12.nóvember 2018

Málsnúmer 201811074

Fyrir liggja til kynningar fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 29.október og 12.nóvember 2018.

Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2017

Málsnúmer 201711011

Fyrir liggja til kynningar fundargögn sem lágu fyrir aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn var 19. nóvember 2018.

Lagt fram til kynningar.

10.Bras menningarhátíð barna og ungmenna

Málsnúmer 201804134

Fyrir liggur könnun sem gerð var um viðhorf til hátíðarinnar sem haldin var í september og um framtíð hennar.

Lagt fram til kynningar

11.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs, endurskoðun

Málsnúmer 201807024

Fyrir liggur Menningarstefna Fljótsdalshéraðs til endurskoðunar.

Farið yfir stefnuna og athugasemdir sem borist hafa.
Atvinnu og menningarefnd leggur til að ákvæði stefnunnar um að gestir á listviðburðum og sýningum á vegum sveitarfélagsins greiði aðgangseyri að eigin vali, haldi sér. Starfsmanni falið að vinna leiðbeiningar um málið og senda stofnunum sem alfarið er í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.