Barnamenningarhátíð á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201804134

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 68. fundur - 23.04.2018

Til kynningar og umræðu voru minnispunktar um barnamenningarhátíð á Fljótsdalshéraði sem fyrirhuguð er í september á þessu ári.

Atvinnu- og menningarnefnd - 72. fundur - 13.08.2018

Fyrir liggur til kynningar dagskrá barnamenningarhátíðarinnar BRAS sem haldin verður í september með þátttöku grunn-, leik- og tónlistarskólanna í sveitarfélaginu og menningarstofnum sveitarfélagsins.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 70. fundur - 30.08.2018

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Barnamenningarhátíð sem haldin verður á Austurlandi í september.

Ungmennaráð hvetur börn, ungmenni og aðra bæjarbúa til að sækja hátíðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 78. fundur - 26.11.2018

Fyrir liggur könnun sem gerð var um viðhorf til hátíðarinnar sem haldin var í september og um framtíð hennar.

Lagt fram til kynningar