Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

70. fundur 30. ágúst 2018 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Erla Jónsdóttir formaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir varaformaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Fundartími ungmennaráðs 2018-2019

Málsnúmer 201808167

Fundartími ungmennaráðs ákveðinn fjórða fimmtudag í mánuði kl.16:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Kosning varaformanns ungmennaráðs 2018-2019

Málsnúmer 201808170

Gengið var til kosningar varaformanns, en Ásta Dís Helgadóttir hefur horfið til annarra starfa.

Í embætti varaformanns gaf Kristbjörg Mekkín Helgadóttir kost á sér.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfsáætlun ungmennaráðs 2018-2019

Málsnúmer 201808168

Starfsáætlun er í vinnslu.

4.Lýðheilsa ungs fólks á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201805173

Lagt fram til kynningar.

5.Lýðheilsuvísar 2018

Málsnúmer 201807001

Lagt fram til kynningar.

6.Ormasvæði

Málsnúmer 201808081

Lögð er fram hugmynd frá Þjónustusamfélaginu á Héraði.

Ungmennaráð þakkar Þjónustusamfélaginu fyrir frumkvæðið og leggur til að hugmyndin verði útfærð áfram. Með útfærslu hugmyndarinnar vill ungmennaráð leggja áherslu á að unnið verði að því að gera Tjarnargarðinn að líflegu svæði sem hvetur til útivistar, leikja og heilbrigðrar hreyfingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tjarnargarðurinn - hugmyndir

Málsnúmer 201805186

Lagðar eru fram hugmyndir að bættum Tjarnargarði frá nemendum 6. bekkjar Egilsstaðaskóla.

Ungmennaráð þakkar fyrir hugmyndirnar og vísar í bókun vegna Ormasvæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Barnamenningarhátíð á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201804134

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Barnamenningarhátíð sem haldin verður á Austurlandi í september.

Ungmennaráð hvetur börn, ungmenni og aðra bæjarbúa til að sækja hátíðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201808169

Í vinnslu.

10.Fjárhagsáætlun ungmennaráðs 2019

Málsnúmer 201804100

Í vinnslu.

11.Vegahús - ungmennahús

Málsnúmer 201802102

Ungmennaráð fagnar auknum umsvifum í Vegahúsinu á komandi starfsári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Viðurkenningar sundlaugarinnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201808171

Ungmennaráð óskar Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum til hamingju með þær viðurkenningar sem sundlaugin hlaut í sumar.

Sundlaugin var valin besti baðstaður á Austurlandi af tímaritinu The Reykjavík Grapevine og fékk að auki viðurkenningu frá Sjálfsbjörgu, landssambandi hreyfihamlaðra, fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra í tengslum við Ársverkefni 2017, Sundlaugar okkar allra.

Ungmennaráð fagnar frábæru starfi í Íþróttamiðstöðinni og vonar að áfram verði haldið á sömu braut.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Ábending til nefnda og ráða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808174

Ungmennaráð bendir nefndum og ráðum sveitarfélagsins á að leita umsagnar og álits ráðsins samkvæmt 4.gr. samþykkta fyrir ungmennaráð, en þar segir:
Ungmennaráð tekur til umfjöllunar þau mál sem bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins óska eftir hverju sinni.

Þá bendir ráðið deildarstjórum og starfsfólki nefnda á að kynna ungmennaráð og hlutverk þess fyrir nýjum kjörnum fulltrúum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.