Ábending til nefnda og ráða Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201808174

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 70. fundur - 30.08.2018

Ungmennaráð bendir nefndum og ráðum sveitarfélagsins á að leita umsagnar og álits ráðsins samkvæmt 4.gr. samþykkta fyrir ungmennaráð, en þar segir:
Ungmennaráð tekur til umfjöllunar þau mál sem bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins óska eftir hverju sinni.

Þá bendir ráðið deildarstjórum og starfsfólki nefnda á að kynna ungmennaráð og hlutverk þess fyrir nýjum kjörnum fulltrúum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 74. fundur - 24.09.2018

Fyrir liggur bókun bæjarstjórnar frá 5. september 2018 sem að frumkvæði ungmennaráðs bendir nefndum og ráðum sveitarfélagsins á að leita umsagnar og álits ráðsins samkvæmt 4. gr. samþykkta fyrir ungmennaráð, en þar segir: Ungmennaráð tekur til umfjöllunar þau mál sem bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins óska eftir hverju sinni. Þá er deildarstjórum og starfsfólki nefnda bent á að kynna ungmennaráð og hlutverk þess fyrir nýjum kjörnum fulltrúum.

Lagt fram til kynningar.