Á fundinn undir þessum lið mættu Birgitta Helgadóttir og Heiður Vigfúsdóttir frá Þjónustusamfélaginu á Héraði og Egilsstaðastofu, sem fóru yfir starfsemi og helstu verkefni þessara aðila sem sveitarfélagið er með samning við.
Fyrir liggja ályktanir aðalfundar SSA 2018 sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 17. september 2018 að leggja fyrir nefndir sveitarfélagsins til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019
Fyrir liggur bókun bæjarstjórnar frá 5. september 2018 sem að frumkvæði ungmennaráðs bendir nefndum og ráðum sveitarfélagsins á að leita umsagnar og álits ráðsins samkvæmt 4. gr. samþykkta fyrir ungmennaráð, en þar segir: Ungmennaráð tekur til umfjöllunar þau mál sem bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins óska eftir hverju sinni. Þá er deildarstjórum og starfsfólki nefnda bent á að kynna ungmennaráð og hlutverk þess fyrir nýjum kjörnum fulltrúum.
Fyrir liggur greinargerð Menningarsamtaka Héraðsbúa um framkvæmd Ormsteitis sem haldið var í ágúst 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Menningarsamtökum Héraðsbúa fyrir góð störf við framkvæmd Ormsteitis. Í samræmi við bókun nefndarinnar frá í vor leggur nefndin til að auglýst verði eftir aðila eða aðilum um framkvæmd, útfærslu bæjarhátíðarinnar Ormsteiti 2019 og eða til næstu ára. Starfsmanni falið að útbúa drög að auglýsingu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fyrir liggja hugmyndir um reglur er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Málið var á dagskrá á fundi nefndarinnar 22. janúar 2018.