Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803121

Atvinnu- og menningarnefnd - 66. fundur - 26.03.2018

Í vinnslu og tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 67. fundur - 09.04.2018

Fyrir liggja drög að ramma fjárhagsáætlunar atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2019 sem og frumáætlanir forstöðumanna stofnana sem undir hana heyra.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar drögum að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2019 til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 70. fundur - 22.05.2018

Fyrir liggur rammaáætlun fyrir málaflokka atvinnu- og menningarnefndar sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. maí 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á eftirfarandi málefni og hvetur næstu nefnd til að huga að þeim:
- Að ráðinn verði starfsmaður sem m.a. gæti sinnt eftirfarandi verkefnum: Markaðssetja sveitarfélagið út á við og vera tengiliður sveitarfélagsins við atvinnulífið á svæðinu, fylgja eftir innviðagreiningu og vinna að ferðaþjónustuverkefnum s.s. Úthéraðsins sbr. greinargerð um málið, og kynna nýtt miðbæjarskipulag.
- Vegna aukinna verkefna verði starfsfólki fjölgað við Héraðsskjalasafnið og Menningarmiðstöðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 71. fundur - 25.06.2018

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar, sem og tillögur um fjárhagsáætlanir stofnana sem undir nefndina heyra, frá forstöðumönnum þeirra.

Farið yfir helstu niðurstöðutölur í þeim áætlunum sem verið er að vinna að. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 72. fundur - 13.08.2018

Farið yfir ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar. Gert verði ráð fyrir að á næsta fundi nefndarinnar mæti á fundinn forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra. Jafnframt verði óskað eftir að fjármálastjóri mæti á fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 73. fundur - 10.09.2018

Fyrir liggja ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar.
Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn þeirra stofnana sem undir nefndina heyra, þær Kristín Amalía Atladóttir, Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Bára Stefánsdóttir og Jóhanna Hafliðadóttir. Einnig Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sem gerði grein fyrir forsendum innri leigu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að þar sem Atvinnuþróunarsjóður Austurlands hefur verið lagður niður, verði því fjárframlagi varið til atvinnu- og kynningarmála fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 74. fundur - 24.09.2018

Fyrir liggja ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun 2019 fyrir þá málaflokka sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.