Fyrir liggur rammaáætlun fyrir málaflokka atvinnu- og menningarnefndar sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. maí 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á eftirfarandi málefni og hvetur næstu nefnd til að huga að þeim: - Að ráðinn verði starfsmaður sem m.a. gæti sinnt eftirfarandi verkefnum: Markaðssetja sveitarfélagið út á við og vera tengiliður sveitarfélagsins við atvinnulífið á svæðinu, fylgja eftir innviðagreiningu og vinna að ferðaþjónustuverkefnum s.s. Úthéraðsins sbr. greinargerð um málið, og kynna nýtt miðbæjarskipulag. - Vegna aukinna verkefna verði starfsfólki fjölgað við Héraðsskjalasafnið og Menningarmiðstöðina.
Fyrir liggja gögn er varða örnefnaskráningu. En bæjarráð samþykkti á fundi 14. maí 2018 að vísa erindinu, ásamt minnisblaði umhverfisfulltrúa, til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að farið verði í örnefnaskráningu í sveitarfélaginu á kerfisbundinn hátt. Nefndin felur starfsmanni að leita leiða til að hrinda verkefninu af stað. Leitað verði til Félags eldri borgara um mögulega aðkomu að verkefninu sem og bréfritara.
Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Minjasafns Austurlands sem haldinn var 26. apríl 2018. Einnig liggur fyrir ársskýrsla og ársreikningur safnsins fyrir 2017 sem og Starfsstefna Minjasafnsins fyrir árin 2018-2021.
Atvinnu- og menningarnefnd þakkar greinargóð gögn og hvetur næstu nefnd til að kynna sér starfsstefnu Minjasafnsins. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
6.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 26.2. og 23.4. 2018
Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 26. febrúar og 23. apríl 2018. Einnig liggur fyrir fjárhagsáætlun fyrir 2019 og tillaga stjórnar að rekstrarframlögum fyrir 2019.
Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á því vegna fjárhagsáætlunar stjórnar safnsins, að fjárhagsáætlun nefndarinnar verður ekki endanlega staðfest fyrr en í haust, sbr. þó fyrsta lið þessarar fundargerðar. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur nýundirritaður samningur um byggingu menningarhúss á Fljótsdalshéraði.
Atvinnu- og menningarnefnd fagnar þeim langþráða áfanga sem náðst hefur með undirritun samnings um uppbyggingu menningarhúss. Annars vegar er um að ræða uppbyggingu í Sláturhúsinu og með því að klára byggingu annarrar burstar við Safnahúsið. Samningurinn að öðru leyti lagður fram til kynningar.