Lagt fram bréf frá Guðna Nikulássyni, varðandi örnefnaskráningu í sveitarfélaginu og nauðsyn þess að skrá og varðveita slík örnefni, meðan þau eru enn í minni manna. Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til verkefnisstjóra umhverfismála til skoðunar og tillögugerðar. Óskað er eftir að tillögur liggi fyrir á fundi bæjarráðs 7. maí.
Fyrir liggja gögn er varða örnefnaskráningu. En bæjarráð samþykkti á fundi 14. maí 2018 að vísa erindinu, ásamt minnisblaði umhverfisfulltrúa, til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að farið verði í örnefnaskráningu í sveitarfélaginu á kerfisbundinn hátt. Nefndin felur starfsmanni að leita leiða til að hrinda verkefninu af stað. Leitað verði til Félags eldri borgara um mögulega aðkomu að verkefninu sem og bréfritara.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til verkefnisstjóra umhverfismála til skoðunar og tillögugerðar. Óskað er eftir að tillögur liggi fyrir á fundi bæjarráðs 7. maí.