Atvinnu- og menningarnefnd

69. fundur 07. maí 2018 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Ásgrímur Ásgrímsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201610008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur innviðagreining sem Austurbrú vann fyrir Fljótsdalshérað.
Starfsmaður nefndarinnar kynnti innviðagreininguna sem nú er í lokafrágangi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að innviðagreiningin verði sett í prentun og komið á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt verði leitað leiða til kynna greininguna sem víðast.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803121Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Þjónustukönnun, Austurland

Málsnúmer 201805002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar Þjónustukönnun Austurland sem unnin var á vegum Byggðastofnunar árið 2017 og gefin út 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur atvinnurekendur á svæðinu til að kynna sér könnunina og þau tækifæri sem niðurstöðurnar gefa til kynna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skógardagurinn mikli 2018, styrkumsókn

Málsnúmer 201805001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 1. maí 2018, frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, vegna Skógardagsins mikla 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að hátíðin verði styrkt um kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1369.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um verkefnastyrk /Skip úr fortíðinni - kvikmyndað leikrit

Málsnúmer 201804166Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkumsókn, dagsett 26. apríl 2018, frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs vegna kvikmyndunar á leikriti og sýningar á myndinni.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0581.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalfundur Gróðrastöðvarinnar Barra ehf, 17. maí 2018

Málsnúmer 201805020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur aðalfundarboð Gróðastöðvarinnar Barra ehf 17. maí 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Gróðrastöðvarinnar Barra ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Búnaður til talningar á ferðamannastöðum

Málsnúmer 201805021Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn um búnað til að telja fjölda gesta sem fara um ferðamannastaði.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að kaupa einn teljara sem settur verði niður til að byrja með á leiðinni að Fardagafossi, fyrir kr. 115.000 sem takist af lið 1369.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ormsteiti 2018

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Fyrir liggja þrjár umsóknir um framkvæmdastjóra Ormsteitis sem auglýst var með fresti til og með 5. maí 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gengið verði til samninga við Menningarsamtök Héraðsbúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Egilsstaðastofa

Málsnúmer 201501023Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samstarfsnenfdar um Egilsstaðastofu dagsett 3. maí 2018 og Aðalheiður gerði grein fyrir.
Fram kemur í fundargerðinni að opnunartími Egilsstaðastofu hefur verið aukinn og er það skilningur nefndarinnar að það sé innan fjárhagsramma gildandi samnings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Næsti fundur nefndarinnar verði þriðjudaginn 22. maí kl. 17.00

Fundi slitið - kl. 18:15.