Fyrir liggur innviðagreining sem Austurbrú vann fyrir Fljótsdalshérað. Starfsmaður nefndarinnar kynnti innviðagreininguna sem nú er í lokafrágangi.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að innviðagreiningin verði sett í prentun og komið á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt verði leitað leiða til kynna greininguna sem víðast.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
2.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019
Fyrir liggja gögn um búnað til að telja fjölda gesta sem fara um ferðamannastaði.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að kaupa einn teljara sem settur verði niður til að byrja með á leiðinni að Fardagafossi, fyrir kr. 115.000 sem takist af lið 1369.
Fyrir liggur fundargerð samstarfsnenfdar um Egilsstaðastofu dagsett 3. maí 2018 og Aðalheiður gerði grein fyrir. Fram kemur í fundargerðinni að opnunartími Egilsstaðastofu hefur verið aukinn og er það skilningur nefndarinnar að það sé innan fjárhagsramma gildandi samnings.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Næsti fundur nefndarinnar verði þriðjudaginn 22. maí kl. 17.00
Starfsmaður nefndarinnar kynnti innviðagreininguna sem nú er í lokafrágangi.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að innviðagreiningin verði sett í prentun og komið á heimasíðu sveitarfélagsins. Jafnframt verði leitað leiða til kynna greininguna sem víðast.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.