Á fundinn undir þessum lið mættu Soffía Ingvarsdóttir og Sólveig Björnsdóttir fulltrúar Kvenfélagsins Bjarkar og María Guðbjörg Guðmundsdóttir fyrir hönd Ungmennafélagsins Fram, Sigbjörn Sævarsson og Guðmundur Sigurðsson fyrir hönd húsráðs Hjaltalundar og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Hollvinasamtaka Hjaltalundar. Þeim þökkuð koman eftir góðar umræður.
Til umræðu var greinargerð um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishússins á Hjaltastað og Hjaltalundar.
Atvinnu- og menningarnefnd er sammála niðurstöðum starfshópsins um að á Úthéraði liggi tækifæri til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Lagt er til að frekari greining fari fram á möguleikum svæðisins og að gert verði ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Nefndin felur jafnframt starfsmanni að setja greinargerð starfshópsins á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar.
Atvinnu- og menningarnefnd telur ljóst að nauðsynlegt er að fara í endurbætur á Hjaltalundi sem fyrst og leggur til að horft verði til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Fyrir liggur erindi frá Ungu Austurlandi þar sem óskað er eftir styrk til að halda starfamessu á Austurlandi. Á fundi bæjarráðs 26. mars 2018, var tekið mjög jákvætt í erindið en jafnframt var því vísað til atvinnu- og menningarnefndar sem skoði með hvaða hætti hægt er að veita stuðning til samtakanna.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfamessan verði styrkt um kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1381.
Til umræðu var greinargerð um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishússins á Hjaltastað og Hjaltalundar.
Atvinnu- og menningarnefnd er sammála niðurstöðum starfshópsins um að á Úthéraði liggi tækifæri til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Lagt er til að frekari greining fari fram á möguleikum svæðisins og að gert verði ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Nefndin felur jafnframt starfsmanni að setja greinargerð starfshópsins á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar.
Atvinnu- og menningarnefnd telur ljóst að nauðsynlegt er að fara í endurbætur á Hjaltalundi sem fyrst og leggur til að horft verði til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.