Atvinnu- og menningarnefnd

66. fundur 26. mars 2018 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Ásgrímur Ásgrímsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026

Á fundinn undir þessum lið mættu Soffía Ingvarsdóttir og Sólveig Björnsdóttir fulltrúar Kvenfélagsins Bjarkar og María Guðbjörg Guðmundsdóttir fyrir hönd Ungmennafélagsins Fram, Sigbjörn Sævarsson og Guðmundur Sigurðsson fyrir hönd húsráðs Hjaltalundar og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Hollvinasamtaka Hjaltalundar. Þeim þökkuð koman eftir góðar umræður.

Til umræðu var greinargerð um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishússins á Hjaltastað og Hjaltalundar.

Atvinnu- og menningarnefnd er sammála niðurstöðum starfshópsins um að á Úthéraði liggi tækifæri til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Lagt er til að frekari greining fari fram á möguleikum svæðisins og að gert verði ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Nefndin felur jafnframt starfsmanni að setja greinargerð starfshópsins á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd telur ljóst að nauðsynlegt er að fara í endurbætur á Hjaltalundi sem fyrst og leggur til að horft verði til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ferðaþjónustan, staðan og horfur

Málsnúmer 201803037

Á fundinn undir þessum lið mætti Ívar Ingimarsson fulltrúi í stjórn SAF og Lára Vilbergsdóttir frá Þjónustusamfélaginu á Héraði.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar þeim fyrir góðar upplýsingar um stöðu og þróun ferðaþjónustunnar.

3.Kynningarmál

Málsnúmer 201801073

Fyrir liggja hugmyndir um áherslur í kynningarmálum af lið 1363.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að unnið verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Styrkbeiðni vegna 80's rokktónleika

Málsnúmer 201803102

Fyrir liggur styrkumsókn frá Tónleikafélagi Austurlands vegna tónleika sem haldnir verða í haust til styrktar geðheilbrigðismálum á svæðinu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ormsteiti 2018

Málsnúmer 201801076

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 12. febrúar 2018.

Í vinnslu.

6.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803121

Í vinnslu og tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

7.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061

Fyrir liggur erindi frá Ungu Austurlandi þar sem óskað er eftir styrk til að halda starfamessu á Austurlandi.
Á fundi bæjarráðs 26. mars 2018, var tekið mjög jákvætt í erindið en jafnframt var því vísað til atvinnu- og menningarnefndar sem skoði með hvaða hætti hægt er að veita stuðning til samtakanna.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfamessan verði styrkt um kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1381.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.