Fyrir liggja samþykktir og úthlutunarreglur fyrir Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir styrkumsóknum úr atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019.
Jafnframt leggir nefndin til að samþyktir og úthlutunarreglur fyrir sjóðinn verði teknar til endurskoðunar og taki nýjar reglur gildi þegar úthlutað verði úr sjóðnum 2020.
Fyrir liggja styrkumsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en auglýst var í lok síðasta árs eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019.
Farið yfir umsóknirnar og málinu frestað til næsta fundar.
Fyrir liggja styrkumsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en auglýst var í lok síðasta árs eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019.
Alls bárust níu umsóknir með styrkbeiðni samtals upp á kr. 11.3 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 2.000.000.
Atvinnu- og menningarnenfd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt: -Útimarkaður við Bókakaffi, umsækjandi Bókakaffi Hlöðum ehf, kr. 250.000 -Hönnunarvara úr austfirsku hráefni, umrækjandi Hildur Evlalía Unnarsdóttir, kr. 100.000 -Litastúdíó, umsækjandi Inga Rós Unnarsdóttir, kr. 400.000 -Markaðssetning á erlendum markaði, umsækjandi Pes ehf, kr. 650.000 -Ensk þýðing og útgáfa á bókinni 101 Austurland, umsækjandi Bókstafur ehf, kr. 250.000 -Landvarsla og úttekt á tveimur gönguleiðum, umsækjandi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kr. 300.000 -Mannauðsráðgjöf / verkfærakista, umsækjandi Garður ráðgjöf / eignaumsýsla ehf, kr. 50.000
Atvinnu og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir styrkumsóknum úr atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019.
Jafnframt leggir nefndin til að samþyktir og úthlutunarreglur fyrir sjóðinn verði teknar til endurskoðunar og taki nýjar reglur gildi þegar úthlutað verði úr sjóðnum 2020.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.