Atvinnu- og menningarnefnd

81. fundur 21. janúar 2019 kl. 17:00 - 21:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Ormsteiti til framtíðar

Málsnúmer 201811080Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd auglýsti í október síðast liðnum eftir aðila eða aðilum sem áhuga hefðu á að taka að sér framkvæmd og rekstur bæjarhátíðarinnar Ormsteitis 2019 og eða til næstu ár. Frestur til að skila inn tillögum um framkvæmd og rekstur hátíðarinnar var til og með 19. nóvember 2018.
Engin umsókn barst við auglýsingunni.

Einnig liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. desember 2018, frá Halldóri Waren, þar sem vísað er til fyrrnefndar auglýsingar og líst er vilja til samráðs og umræðna um framkvæmd bæjarhátíðar.
Málið var á dagskrá síðasta fundi nefndarinnar.

Á fundinn undir þessum lið mætti Halldór Warén og fór yfir hugmyndir sínar.

Atvinnu- og menningarnefnd líst vel á hugmyndir Halldórs og felur starfsmanni að gera drög að samningi við hann um verkefnið og leggja fyrir nefndina.

Benedikt Warén yfirgaf fundinn við afgeiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Framhaldsaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 201812035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð framhaldsaðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 14. desember 2018.
Jafnframt liggur fyrir fundargerð stjórnar safnsins frá 14. desember 2018. Þá liggur fyrir skýrsla um starsemi Héraðsskjalasafnsins frá Þjóðminjasafni Íslands.

Á fundi bæjarráðs frá 7. janúar 2019, var því beint til atvinnu- og menningarnefndar að taka málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga á dagskrá með hliðsjón af nýkominni skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi héraðsskjalasafna, nýjum verkefnum sem tengjast löggjöf um persónuvernd og mögulegum sérverkefnum Héraðsskjalasafnsins fyrir Fljótsdalshérað.

Á fundinn undir þessum lið mætti Bára Stefánsdóttir forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við Héraðsskjalasafn Austfirðinga um sérverkefni fyrir Fljótsdalshérað og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Hér yfirgaf Aðalheiður Unnarsdóttir fundinn.

3.Menningarstyrkir 2019

Málsnúmer 201811022Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki sem auglýstir voru til umsóknar á síðasta ári með umsóknarfresti til og með 16. desember 2018.

Alls bárust 30 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 14.8 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.750.000
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:

-Galtastaðadagur, umsækjandi Minjasafn Austurlands kr. 100.000
-Handverk og hefðir,- málþing og námskeið, umsækjandi Minjasafn Austurlands kr. 100.000
-Við gengum tvö, dúettar í gegnum tíðina, umsækjandi Árni Friðriksson kr. 100.000
-Leiksýningin Rauðhetta á Egilsstöðum 2019, umsækjandi Leikhópurinn Lotta kr. 150.000
-Barnaleikrit í Selskógi, skapandi sviðslistahópur fyrir ungmenni, umsækjandi Listdans á Austurlandi kr. 300.000
-Námskeiðahald og sumarsýning, umsækjandi Myndlistafélag Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
-Söguslóðir að Eiðum, umsækjandi Söguslóðir Austurlands kr. 100.000
-Vínarklassík Kammerkórs Egilsstaðakirkju, umsækjandi Kammerkór Egilsstaðakirkju kr. 200.000
-Útgáfa hljómplötu, umsækjandi
Ívar Andri Bjarnason kr. 50.000
-Geðheilbrigðistónleikar, umsækjandi Tónleikafélag Austurlands kr. 50.000
-Vorgáski Sinfóníuhljómsveitar Austurlands, umsækjandi Sinfóníuhljómsveit Austurlands kr. 250.000
-Dansstúdíó Emelíu, umsækjandi Listdans á Austurlandi kr. 300.000
-400 ára afmæli sr. Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, umsækjandi Skúli Björn Gunnarsson kr. 100.000
-Sunnefa einleikur, umsækjandi Árni Friðriksson kr. 150.000
-Tónlistarstundir 2019, umsækjandi Tónlistarstundir kr. 250.000
-Saga Eiðaskóla heimildamynd, umsækjandi Kvistur film kr. 50.000
-List án landamæra á Austurlandi, umsækjandi Þroskahjálp Austurlandi kr. 100.000
-Vortónleikar Héraðsdætra, umsækjandi Kvennakórinn Héraðsdætur kr. 100.000
-Leikstjóri fyrir stóra leiksýningu, umsækjandi Leikfélag Fljótsdalshéraðs kr. 200.000
-Þjóðleikur 2019, umsækjandi Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 200.000
-Anno 1724, umsækjandi Kristín Amalía Atladóttir kr. 250.000
-Hreint út sagt í sögn og leik, umsækjandi Hreinn Halldórsson kr. 100.000
-Jökuldæla hin nýja, umsækjandi Elín Sigríður Arnórsdóttir kr. 50.000
-Útilistaverk í minningarlundi á Sleðbrjót, umsækjandi Félag um minningarreit kr. 50.000
-Sumarsýning MMF 2019 í Sláturhúsinu, umsækjandi Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000
-70 ára afmælisrit Kvenfélagsins Bláklukku, umsækjandi Kvenfélagið Bláklukka kr. 50.000

Samþykk samhljóða með handauppréttingu.

4.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201709076Vakta málsnúmer

Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar en þá var formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að ræða við fulltrúa fimleikadeildar Hattar um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna árið 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við Fimleikadeild Hattar um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201811078Vakta málsnúmer

Fyrir liggja styrkumsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en auglýst var í lok síðasta árs eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019.

Farið yfir umsóknirnar og málinu frestað til næsta fundar.

6.Reiðvegur umhverfis Lagarfljótið; Jólakötturinn 15.12. 2018

Málsnúmer 201901040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem fram kemur hugmynd um samstarfsverkefni milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um að koma upp reiðveg umhverfis Lagarfljótið.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar fyrir hugmyndina en telur önnur verkefni brýnni að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Nýting félagsheimila; Jólakötturinn 15.12. 2018

Málsnúmer 201901041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem fjallað er um möguleika á nýtingu Félagsheimilisins Arnhólsstaða fyrir gönguhópa.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á því að Kvenfélag Skriðdæla er leigutaki að félagsheimilinu og ákveður því hvaða starfsemi fer þar fram hverju sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Göngu- og hjólreiðastígur umhverfis Fljótið; Jólakötturinn 15.12. 2018

Málsnúmer 201901042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem fjallað er um að malbika göngu- og hjólreiðastíg umhverfis Lagarfljótið.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar fyrir hugmyndina en telur önnur verkefni brýnni að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Kirkjur sem menningarstofnanir; Jólakötturinn 15.12. 2018

Málsnúmer 201901043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem lagt er til að vakin sé athygli á kirkjunum sem menningarstofnunum t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að ræða við Egilsstaðastofu um mögulega útfærslu á verkefninu á vefsíðunni visitegilsstadir.is þar sem nú þegar má finna upplýsingar um nokkrar kirkjubyggingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Tilboð um kaup á olíumálverki

Málsnúmer 201712016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 5. desember 2017 frá Ásdísi Jóhannsdóttur þar sem hún býður sveitarfélaginu að kaupa málverk eftir sig.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 17. janúar 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að taka tilboði bréfritara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skógræktarmál

Málsnúmer 201901105Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur og tillaga frá Benedikt Warén, dagsettur 17. janúar 2019, þar sem 'hvatt er til þess að skógrækt á Fljótsdalshéraði verði hafin til vegs og virðingar og nái fyrri stöðu greinarinnar á landsvísu'.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur bæjarstjórn til að skoða hlutverk sveitarfélagsins í eflingu skógræktar í tengslum við aðgerðir í loftslagsmálum, við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Gagnaver

Málsnúmer 201901104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur og tillaga frá Benedikt Warén, dagsettur 17. janúar 2019, þar sem 'hvatt er til þess að haldið verði áfram vinnu við skipulag um gagnaver með það að markmiði að árið 2020 verði hægt að taka í notkun gagnaver á Egilsstöðum'.

Atvinnu- og menningarnefnd telur brýnt að tryggð verði næg raforka á svæðinu til þess að hægt verði að byggja upp frekari atvinnurekstur, s.s. gagnaver. Jafnframt leggur nefndin til að við endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið verði skoðuð möguleg svæði fyrir gagnaver.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:45.