Kirkjur sem menningarstofnanir; Jólakötturinn 15.12. 2018

Málsnúmer 201901043

Atvinnu- og menningarnefnd - 81. fundur - 21.01.2019

Fyrir liggur mál frá bæjarstjórnarbekknum á Jólakettinum 15. desember 2018 þar sem lagt er til að vakin sé athygli á kirkjunum sem menningarstofnunum t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að ræða við Egilsstaðastofu um mögulega útfærslu á verkefninu á vefsíðunni visitegilsstadir.is þar sem nú þegar má finna upplýsingar um nokkrar kirkjubyggingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.