Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki sem auglýstir voru til umsóknar á síðasta ári með umsóknarfresti til og með 16. desember 2018.
Alls bárust 30 umsóknir með styrkbeiðni upp á kr. 14.8 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.750.000 Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
-Galtastaðadagur, umsækjandi Minjasafn Austurlands kr. 100.000 -Handverk og hefðir,- málþing og námskeið, umsækjandi Minjasafn Austurlands kr. 100.000 -Við gengum tvö, dúettar í gegnum tíðina, umsækjandi Árni Friðriksson kr. 100.000 -Leiksýningin Rauðhetta á Egilsstöðum 2019, umsækjandi Leikhópurinn Lotta kr. 150.000 -Barnaleikrit í Selskógi, skapandi sviðslistahópur fyrir ungmenni, umsækjandi Listdans á Austurlandi kr. 300.000 -Námskeiðahald og sumarsýning, umsækjandi Myndlistafélag Fljótsdalshéraðs kr. 100.000 -Söguslóðir að Eiðum, umsækjandi Söguslóðir Austurlands kr. 100.000 -Vínarklassík Kammerkórs Egilsstaðakirkju, umsækjandi Kammerkór Egilsstaðakirkju kr. 200.000 -Útgáfa hljómplötu, umsækjandi Ívar Andri Bjarnason kr. 50.000 -Geðheilbrigðistónleikar, umsækjandi Tónleikafélag Austurlands kr. 50.000 -Vorgáski Sinfóníuhljómsveitar Austurlands, umsækjandi Sinfóníuhljómsveit Austurlands kr. 250.000 -Dansstúdíó Emelíu, umsækjandi Listdans á Austurlandi kr. 300.000 -400 ára afmæli sr. Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, umsækjandi Skúli Björn Gunnarsson kr. 100.000 -Sunnefa einleikur, umsækjandi Árni Friðriksson kr. 150.000 -Tónlistarstundir 2019, umsækjandi Tónlistarstundir kr. 250.000 -Saga Eiðaskóla heimildamynd, umsækjandi Kvistur film kr. 50.000 -List án landamæra á Austurlandi, umsækjandi Þroskahjálp Austurlandi kr. 100.000 -Vortónleikar Héraðsdætra, umsækjandi Kvennakórinn Héraðsdætur kr. 100.000 -Leikstjóri fyrir stóra leiksýningu, umsækjandi Leikfélag Fljótsdalshéraðs kr. 200.000 -Þjóðleikur 2019, umsækjandi Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 200.000 -Anno 1724, umsækjandi Kristín Amalía Atladóttir kr. 250.000 -Hreint út sagt í sögn og leik, umsækjandi Hreinn Halldórsson kr. 100.000 -Jökuldæla hin nýja, umsækjandi Elín Sigríður Arnórsdóttir kr. 50.000 -Útilistaverk í minningarlundi á Sleðbrjót, umsækjandi Félag um minningarreit kr. 50.000 -Sumarsýning MMF 2019 í Sláturhúsinu, umsækjandi Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000 -70 ára afmælisrit Kvenfélagsins Bláklukku, umsækjandi Kvenfélagið Bláklukka kr. 50.000
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að auglýsa eftir umsóknum um menningarstyrki með umsóknarfresti til og með 16. desember 2018.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.