Atvinnu- og menningarnefnd

77. fundur 12. nóvember 2018 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Kynning á Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Sláturhúsinu

Málsnúmer 201811032

Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs kynnti atvinnu- og menningarnefnd starfsemi miðstöðvarinnar í Sláturhúsinu og svaraði spurningum nefndarmanna. Einnig var aðstaða hússins skoðuð.

2.Menningarstyrkir 2019

Málsnúmer 201811022

Fyrir liggja reglur um úthlutun menningarstyrkja, tillaga að auglýsingu og hugmynd að skiptingu fjármagns til menningarmála.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að auglýsa eftir umsóknum um menningarstyrki með umsóknarfresti til og með 16. desember 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs, endurskoðun

Málsnúmer 201807024

Samkvæmt Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, sem samþykkt var af bæjarstjórn 4. maí 2016, er gert ráð fyrir að menningarstefnan verði tekin til endurskoðunar haustið 2018. Jafnframt liggja fyrir nokkrar athugasemdir og tillögur varðandi stefnuna sem starfsmanni var falið að gefa stofnunum sveitarfélagsins tækifæri til að gera.

Málið er í vinnslu og mun nefndin vinna sjálf að endurskoðun stefnunnar á næstu fundum sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201807025

Fyrir liggja tilnefningar fulltrúa eftirfarandi aðila í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs: Listaháskóla Íslands, LungA skólanum, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Sviðslistasambandi Íslands. En ákveðið var á fundi nefndarinnar 10. september 2018 að skipan fagráðsins yrði breytt og leitað skyldi til þessara aðila.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera breytingar á grein 6. í samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs þar sem þessir aðilar verði tilgreindir. Jafnframt verði óskað eftir að þessir aðilar tilnefni einnig varamenn þar sem tekið verði tillit til kynjasjónarmiða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Leyfi fyrir innheimtu aðgangseyris á Sumarsýningu MMF 2019

Málsnúmer 201811038

Fyrir liggur bréf, dagsett 8. nóvember 2018, frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir leyfi fyrir innheimtu aðgangseyris á Sumarsýningu MMF næsta sumar. En í menningarstefnu sveitarfélagsins segir: "Gestir á listviðburðum og sýningum á vegum sveitarfélagsins greiði aðgangseyri að eigin vali."

Atvinnu- og menningarnefnd telur sig ekki geta tekið afstöðu til erindisins á meðan unnið er að endurskoðun menningarstefnu sveiarfélagsins.

Samþykt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um stuðning úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201811039

Fyrir liggur umsókn frá Krossdal ehf, dagsett 1. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir stuðningi Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs við fyrirtækið sem hannar og framleiðir byssuskefti.

Atvinnu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að afgreiða styrkumsóknina þar sem fjárheimildir sjóðsins fyrir þetta ár eru fullnýttar. Fyrirhugað er að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn á næsta fundi nefndarinnar sem kæmu þá til úthlutunar í upphafi næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.