Samkvæmt Samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs skipar nefndin að hausti þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til tveggja ára í senn. Fagráðið var síðast skipað 2016.
Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Samkvæmt Samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs skipar nefndin að hausti þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til tveggja ára í senn. Fagráðið var síðast skipað 2016. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að skipan fagráðs Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs verði breytt þannig að fimm fulltrúar skipi ráðið. Lagt er til að fulltrúar ráðsins komi frá Listaháskóla Íslands, Sviðslistasambandi Íslands, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, Lungaskólanum. Nefndin felur starfsmanni að ræða við þessa aðila um skipan í ráðið.
Fyrir liggja tilnefningar fulltrúa eftirfarandi aðila í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs: Listaháskóla Íslands, LungA skólanum, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Sviðslistasambandi Íslands. En ákveðið var á fundi nefndarinnar 10. september 2018 að skipan fagráðsins yrði breytt og leitað skyldi til þessara aðila.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera breytingar á grein 6. í samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs þar sem þessir aðilar verði tilgreindir. Jafnframt verði óskað eftir að þessir aðilar tilnefni einnig varamenn þar sem tekið verði tillit til kynjasjónarmiða.
tveggja ára í senn. Fagráðið var síðast skipað 2016.
Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.