Lagt fram fundarboð á framhaldsaðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður á Egilsstöðum 14. desember. Bæjarráð samþykkir að fela Óðni Gunnari Óðinssyni að fara með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
Bæjarráð beinir því til atvinnu- og menningarnefndar að taka málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga á dagskrá með hliðsjón af nýkominni skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi héraðsskjalasafna, nýjum verkefnum sem tengjast löggjöf um persónuvernd og mögulegum sérverkefnum Héraðsskjalasafnsins fyrir Fljótsdalshérað.
Fyrir liggur fundargerð framhaldsaðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 14. desember 2018. Jafnframt liggur fyrir fundargerð stjórnar safnsins frá 14. desember 2018.
Jafnframt liggur fyrir bókun bæjarráðs frá 7. janúar 2019, sem beinir því til atvinnu- og menningarnefndar að taka málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga á dagskrá með hliðsjón af nýkominni skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi héraðsskjalasafna, nýjum verkefnum sem tengjast löggjöf um persónuvernd og mögulegum sérverkefnum Héraðsskjalasafnsins fyrir Fljótsdalshérað.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að ræða við forstöðumann Héraðsskjalasafnsins um möguleg sérverkefni og óskar jafnframt eftir að forstöðumaður safnsins mæti á næsta fund nefndarinnar.
Fyrir liggur fundargerð framhaldsaðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 14. desember 2018. Jafnframt liggur fyrir fundargerð stjórnar safnsins frá 14. desember 2018. Þá liggur fyrir skýrsla um starsemi Héraðsskjalasafnsins frá Þjóðminjasafni Íslands.
Á fundi bæjarráðs frá 7. janúar 2019, var því beint til atvinnu- og menningarnefndar að taka málefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga á dagskrá með hliðsjón af nýkominni skýrslu Þjóðskjalasafns um starfsemi héraðsskjalasafna, nýjum verkefnum sem tengjast löggjöf um persónuvernd og mögulegum sérverkefnum Héraðsskjalasafnsins fyrir Fljótsdalshérað.
Á fundinn undir þessum lið mætti Bára Stefánsdóttir forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins.
Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að gera drög að samningi við Héraðsskjalasafn Austfirðinga um sérverkefni fyrir Fljótsdalshérað og leggja fyrir nefndina.
Bæjarráð samþykkir að fela Óðni Gunnari Óðinssyni að fara með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.