Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

450. fundur 10. desember 2018 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluumboð mála, skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 21.11.2018.

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti nokkur mál sem eru í farvatninu. Einnig benti hann á að nú byrjar Barramarkaðurinn kl. 10:00 og því þyrftu amk. nokkrir bæjarráðsmenn að koma um það leyti, þó allir gætu ekki mætt strax í upphafi.

2.Gjaldskrá leikskóla 2019

Málsnúmer 201812028

Lagðar fram gjaldskrár leikskóla Fljótsdalshéraðs, eins og þær voru afgreiddar af fræðslunefnd og taka eiga gildi frá 1. janúar 2019.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár, sem hækka almennt um 2%. Helstu taxtar verða sem hér segir:
Á Brúarási verður almennt tímagjald á mánuði kr. 3.295. Forgangsgjald kr. 2.186 á mánuði og tímagjald fyrir leikskóladvöl umfram 8 stundir kr. 9.739 á mánuði.

Á leikskólunum Hádegishöfða og Tjarnarskógi verður almennt tímagjald á mánuði kr. 3.777. Forgangsgjald kr. 2.516 á mánuði og tímagjald fyrir leikskóladvöl umfram 8 stundir kr. 9.739 á mánuði.
Skólamáltíðir á Hádegishöfða og Tjarnarskógi verða sem hér segir:
Morgunverður kr. 1.076
Ávaxtagjald kr. 969
Hádegisverður kr. 4.481
Nónhressing kr. 2.041

Í öllum leikskólunum er systkinafsláttur 25% fyrir annað barn en þriðja barn er gjaldfrjálst.
Ekki er veittur afsláttur af fæði.
Systkinaafsláttur er einnig veittur ef annað barn er hjá dagforeldri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð 865. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201812034

Farið yfir skipan fulltrúa í nefndir á vegum Sambandsins og hlut Austfirðinga í þeim hópi.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

4.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 201811004

Farið yfir stöðuna í undirbúningsvinnunni, en á síðasta fundi var samþykkt að ganga til samninga við RR-ráðgjöf um verkefnastjórn og greiningarvinnu.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

5.Framhaldsaðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 201812035

Lagt fram fundarboð á framhaldsaðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður á Egilsstöðum 14. desember.
Bæjarráð samþykkir að fela Óðni Gunnari Óðinssyni að fara með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

6.Efling Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 201811077

Bæjarráð fagnar þeim tillögum sem fram koma í skýrslunni og hvetur Alþingi til að hrinda þeim í framkvæmd.
Bæjarráð bendir þó á að í skýrslunni er ekki fjallað um jöfnun eldsneytisverðs til flugsamgangna, sem er mikilvægur þáttur í því að bæta nýtingu millilandaflugvalla á landinu. Bæjarráð hvetur því samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að láta skoða þann þátt sérstaklega og jafna eldsneytisverð á millilandaflugvöllum landsins.

7.Beiðni Neytendasamtakanna um styrk fyrir árið 2019

Málsnúmer 201812009

Í vinnslu.

8.Umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til kjarasamningsgerðar

Málsnúmer 201812010

Bæjarráð samþykkir að fela kjarasviði Sambandsins umboð Fljótsdalshéraðs til gerðar kjarasamninga við viðkomandi stéttarfélög fh. sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að undirrita meðfylgjandi umboðseyðublað og senda Sambandinu það.

9.Vinabæjarmót í Eidsvoll dagana 16. - 18. maí 2019

Málsnúmer 201810172

Fyrir liggur boð frá vinabænum Eidsvoll í Noregi vegna fyrirhugaðs vinabæjamóts sem hald á 16. til 18. maí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að senda tvo fulltrúa ásamt mökum á vinabæjamótið og að þeir verði Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Anna Alexandersdóttir formaður bæjarráðs.

10.Þjóðgarður á miðhálendi Íslands

Málsnúmer 201711050

Lagt fram fundarboð á fund um þjóðgarð á Miðhálendinu sem halda á 9. janúar næstkomandi á Egilsstöðum. Þar er gert ráð fyrir tveimur fulltrúum frá sveitarfélaginu. Bæjarráð leggur til að Stefán Bogi Sveinsson formaður náttúruverndarnefndar og Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða einnig fulltrúa frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, FAUST, NAUST, svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs og Búnaðarsambandi Austurlands á fundinn, sbr. erindi frá nefnd um þjóðgarð á Miðhálendinu.

11.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 201812006

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við ungmennaráð að það geri tillögu um hvernig sveitarfélagið geti staðið að kynningu heimsmarkmiða S.Þ. fyrir íbúum og fyrirtækjum sveitarfélagsins. Jafnframt komi ungmennaráð með ábendingar um hvernig samþætta megi markmiðin og stefnumótun sveitarfélagsins almennt.

12.Átakshópur í húsnæðismálum

Málsnúmer 201812037

Fyrir liggur erindi frá átakshópi, skipuðum af forsætisráðherra, um aukið framboð íbúða á húsnæðismarkaði, þar sem kallað er eftir ýmsum upplýsingum frá sveitarfélögum um stöðu húsnæðismála.
Hópnum er meðal annars ætlað að meta þörf á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og gera tillögur um hvernig leysa megi úr þeim vanda sem skapast hefur m.a. vegna uppsafnaðs skorts á íbúðum.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu með vísan til gildandi húsnæðisáætlunar í sveitarfélaginu, þar sem megnið af þeim upplýsingum sem beðið er um liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 10:00.