Átakshópur í húsnæðismálum

Málsnúmer 201812037

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 450. fundur - 10.12.2018

Fyrir liggur erindi frá átakshópi, skipuðum af forsætisráðherra, um aukið framboð íbúða á húsnæðismarkaði, þar sem kallað er eftir ýmsum upplýsingum frá sveitarfélögum um stöðu húsnæðismála.
Hópnum er meðal annars ætlað að meta þörf á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og gera tillögur um hvernig leysa megi úr þeim vanda sem skapast hefur m.a. vegna uppsafnaðs skorts á íbúðum.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu með vísan til gildandi húsnæðisáætlunar í sveitarfélaginu, þar sem megnið af þeim upplýsingum sem beðið er um liggja fyrir.