Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 201811004

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 445. fundur - 05.11.2018

Farið yfir umræður á fundinum og næstu skref sem þar voru rædd. Einnig var samþykkt að skipa Stefán Boga Sveinsson, Hannes K. Hilmarsson og Gunnar Jónsson, sem varamenn í samstarfsnefndina, en varamenn voru ekki skipaðir í upphafi fyrir Fljótadalshéraðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 447. fundur - 19.11.2018

Farið yfir umræður á fundinum og það helsta sem þar var fjallað um.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 448. fundur - 26.11.2018

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir mál varðandi ráðningu aðila vegna greiningarvinnu og verkefnastjórnar við undirbúning fyrir sameiningarkosningar.
Fundur verður í sameiningarnefndinni nú síðar í dag, til að fara yfir stöðuna og vinna úr henni.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 450. fundur - 10.12.2018

Farið yfir stöðuna í undirbúningsvinnunni, en á síðasta fundi var samþykkt að ganga til samninga við RR-ráðgjöf um verkefnastjórn og greiningarvinnu.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 455. fundur - 28.01.2019

Björn og Hannes sögðu frá fundinum og umræðum þar. Á næsta fundi sem fyrirhugaður er á morgun, verða starfshópar skipaðir og skapalón fyrir verkefni þeirra kynnt. Áformað er að starfshóparnir hefji vinnu sína 5. febrúar og að verkefnastjórar mæti á fyrsta fund þeirra. Einnig fór Björn yfir tillögur að fulltrúum Fljótsdalshéraðs í starfshópunum.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 456. fundur - 04.02.2019

Lögð fram fundargerð 7. fundar sameiningarnefndar. Fram kom að málefnahópar hefja störf sín í dag og gert ráð fyrir að allir hópar hittist á næstu tveimur dögum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 488. fundur - 04.11.2019

Bæjarráð samþykkir tillögu sameiningarnefndar um að bæjarstjórn verði falið á næsta fundi sínum að tilnefna þrjá aðalmenn og þrjá til vara í undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna. Bæjarráð leggur áherslu á að kannað verði hvort Fljótsdalshérað megi skipa áheyrnarfulltrúa umfram þessa þrjá fulltrúa, þannig að öll framboð eigi aðkomu að undirbúningsstjórninni. Bæjarstjóra falið að kanna þau mál.