Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

448. fundur 26. nóvember 2018 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir forsendur umsóknar í Fjarskiptasjóð vegna Ísland ljóstengt verkefnisins fyrir árið 2019. Að þessu sinni verður Hitaveita Egilsstaða og Fella samstarfsaðili sveitarfélagsins.

2.Fundargerð 246. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201811140

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerð 50. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201811144

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti umræður á fundinum og helstu niðurstöður hans. Þar var m.a. til umfjöllunar fjárhagsáætlun 2019, brunavarnaáætlun og fyrirkomulag eldvarnaeftirlits á svæðinu.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2018

Málsnúmer 201811023

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð SvAust 20. nóvember 2018

Málsnúmer 201811129

Lagt fram til kynningar.

6.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 201811004

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir mál varðandi ráðningu aðila vegna greiningarvinnu og verkefnastjórnar við undirbúning fyrir sameiningarkosningar.
Fundur verður í sameiningarnefndinni nú síðar í dag, til að fara yfir stöðuna og vinna úr henni.

7.Sameining almannavarnanefnda á Austurlandi

Málsnúmer 201810171

Umfjöllun frestað.

8.Fundur í fulltrúarráði Austurbrúar ses

Málsnúmer 201811131

Lagt fram fundarboð vegna fulltrúaráðsfundar Austurbrúar sem haldinn verður í Valaskjálf (Þingmúla) þriðjudaginn 27. nóvember nk. Fljótsdalshérað þarf að skipa aðila til að sækja þennan fund og samþykkti bæjarráð að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

9.Stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs.

Málsnúmer 201811116

Lagður fram uppfærður stofnsamningur fyrir Héraðsskjalasafn Austfirðinga, en breytingin er vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps sem gekk í gegn á þessu ári.
Samningurinn var staðfestur á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn var á Borgarfirði eystri 19. nóv. sl.
Klukkan 10:00 mætti fulltrúi frá Artic Hydro, til að upplýsa bæjarráð um stöðu mála varðandi áform um Geitdalsvirkjun.

Klukkan 11:00 mættu fulltrúar Austurbrúar til að fara yfir stöðu verkefnisins um Egilsstaðaflugvöll.

Fundi slitið - kl. 11:00.