Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir forsendur umsóknar í Fjarskiptasjóð vegna Ísland ljóstengt verkefnisins fyrir árið 2019. Að þessu sinni verður Hitaveita Egilsstaða og Fella samstarfsaðili sveitarfélagsins.
2.Fundargerð 246. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti umræður á fundinum og helstu niðurstöður hans. Þar var m.a. til umfjöllunar fjárhagsáætlun 2019, brunavarnaáætlun og fyrirkomulag eldvarnaeftirlits á svæðinu.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir mál varðandi ráðningu aðila vegna greiningarvinnu og verkefnastjórnar við undirbúning fyrir sameiningarkosningar. Fundur verður í sameiningarnefndinni nú síðar í dag, til að fara yfir stöðuna og vinna úr henni.
Lagt fram fundarboð vegna fulltrúaráðsfundar Austurbrúar sem haldinn verður í Valaskjálf (Þingmúla) þriðjudaginn 27. nóvember nk. Fljótsdalshérað þarf að skipa aðila til að sækja þennan fund og samþykkti bæjarráð að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Lagður fram uppfærður stofnsamningur fyrir Héraðsskjalasafn Austfirðinga, en breytingin er vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps sem gekk í gegn á þessu ári. Samningurinn var staðfestur á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn var á Borgarfirði eystri 19. nóv. sl.
Klukkan 10:00 mætti fulltrúi frá Artic Hydro, til að upplýsa bæjarráð um stöðu mála varðandi áform um Geitdalsvirkjun.
Klukkan 11:00 mættu fulltrúar Austurbrúar til að fara yfir stöðu verkefnisins um Egilsstaðaflugvöll.