Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

456. fundur 04. febrúar 2019 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082

Bæjarráð samþykkir að hittast á vinnufundi vegna endurskoðunar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, fyrir fund bæjarstjórnar nk. miðvikudag kl. 15:00.

2.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði sem varða rekstur og uppgjör sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.

3.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 201811004

Lögð fram fundargerð 7. fundar sameiningarnefndar. Fram kom að málefnahópar hefja störf sín í dag og gert ráð fyrir að allir hópar hittist á næstu tveimur dögum.

4.Fundargerð 867. fundar Sambands íslenskra sveitafélaga

Málsnúmer 201901207

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Ályktun frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201811075

Í vinnslu.

6.Boðun XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201901186

Fram kom að boðað verður til landsþings Sambands Ísl. sveitarfélaga 29. mars nk. Kjörnir fulltrúar sem þar eiga setu munu fá sent fundarboð þegar það liggur fyrir.

7.Aukaaðalfundur SSA

Málsnúmer 201901208

Boðað hefur verið til aukaaðalfundar SSA þann 19. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði og hefst kl. 13:00. Fundargögn verða send út síðar.
Bæjarstjóra falið að boða fulltrúa Fljótsdalshéraðs til fundar, þegar tilskilin gögn hafa borist.

8.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Farið yfir næstu skref verkefnisins. Rætt um fyrirhugaða ferð fulltrúa hópsins til Danmerkur og/eða Noregs, til að kynna sér aðstöðu og fyrirkomulag þar.
Málið áfram í vinnslu.
Stefán Bogi Sveinsson mætti til fundar kl. 9:00 og þá vék Gunnhildur varamaður hans af fundi.

Klukkan 10:00 mættu fulltrúar Vegagerðarinnar á fund bæjarráðs til að fara yfir ýmis mál með bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 10:00.