Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

488. fundur 04. nóvember 2019 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Björg Björnsdóttir varamaður
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir mál tengd fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og upplýstu bæjarráð um þau.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir síðustu breytingar sem gerðar hafa verið á áður kynntum drögum að fjárhagsáætlun 2020 og lagði fyrir bæjarráð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2020, ásamt þriggja ára áætlun 2021 og 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð 875. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201910178

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð SvAust 30. október 2019

Málsnúmer 201910183

Björn fór yfir mál sem rædd voru á fundinum og greindi frá stöðu þeirra.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

5.Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 201811004

Bæjarráð samþykkir tillögu sameiningarnefndar um að bæjarstjórn verði falið á næsta fundi sínum að tilnefna þrjá aðalmenn og þrjá til vara í undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna. Bæjarráð leggur áherslu á að kannað verði hvort Fljótsdalshérað megi skipa áheyrnarfulltrúa umfram þessa þrjá fulltrúa, þannig að öll framboð eigi aðkomu að undirbúningsstjórninni. Bæjarstjóra falið að kanna þau mál.

6.Sameiningarkosningar 2019

Málsnúmer 201910180

Fyrir liggja niðurstöður sameiningarkosninganna frá formanni yfirkjörstjórnar. Bæjarráð fagnar niðurstöðu kosninganna.

7.Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024, samráðsferli

Málsnúmer 201910181

Bæjarráð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér markmið sóknaráætlunar og senda inn ábendingar í samráðsgáttina.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

8.Sveitir og jarðir í Múlaþingi

Málsnúmer 201910184

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá atvinnu- og menningarnefnd.

9.Sjúkraflug

Málsnúmer 201910150

Björn fór yfir fyrri umfjöllun og umræður varðandi sjúkraflug á Austurlandi. Fram kom hjá honum að einungis ein sjúkraflugvél er starfrækt á landinu, sem gerð er út frá Akureyri. Í ljósi þess er augljóst að upp getur komið mjög alvarleg staða, ef útköll koma á sama tíma á mismunandi landsvæðum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs áréttar að brýnt er að komið verði upp aðstöðu fyrir hluta útgerðar þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðaflugvelli eða að þar verði staðsett sérstök sjúkraþyrla til að sinna bráðatilfellum á þessu landsvæði.
Bæjarráð leggur áherslu á að mótuð verði sem fyrst framtíðarstefna í sjúkraflutningum.

10.Umskipunarhöfn í Loðmundafirði

Málsnúmer 201910179

Bæjarráð vísar málinu til kynningar í atvinnu- og menningarnefnd.

11.Skolphreinsivirkið Árhvammi

Málsnúmer 201910189

Lagt fram erindi og athugasemdir frá íbúum við Árhvamm, Ranavað og Einbúablá, varðandi hreinsivirki við Árhvamm, undirritað af Gunnlaugi Hafsteinssyni.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að taka saman svör við þeim spurningum sem fram koma í erindinu.

Jafnframt er erindinu vísað til HEF, sem fer með rekstur fráveitunnar.

Bæjarráð leggur áherslu á að reynt verði eftir fremsta megni að koma í veg fyrir þá lyktarmengun frá hreinsivirkinu, sem kvartað er undan.

12.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2019

Málsnúmer 201911007

Lagt fram fundarboð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands, sem boðaður er föstudaginn 8. nóvember kl. 16:00 á Djúpavogi.
Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

13.Samráðsgátt. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði

Málsnúmer 201910182

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að umsögn varðandi frumvarpsdrögin og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs 11. nóvember.

14.Samráðsgátt. Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024

Málsnúmer 201910185

Lagðar fram umsagnir sem sendar hafa verið í samráðsgátt, annars vegar frá Fljótsdalshéraði og hins vegar frá sveitarfélögunum fjórum Borgarfjarðarhreppi, Seyðisfjarðarbæ, Djúpavogshreppi og Fljótsdalshéraði og staðfestir bæjarráð þær fyrir sitt leyti.

15.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

Málsnúmer 201910168

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.