Sveitir og jarðir í Múlaþingi

Málsnúmer 201910184

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 488. fundur - 04.11.2019

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá atvinnu- og menningarnefnd.

Atvinnu- og menningarnefnd - 95. fundur - 14.11.2019

Fyrir liggur bréf frá Búnaðarsambandi Austurlands, dagsett 29. október 2019, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga á Austurlandi við 3. útgáfu Sveita og jarða í Múlaþingi.
Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnu- og menningarnefndar 4. nóvember 2019 til umsagnar.

Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð gagnvart framtakinu og fagnar því enda um mikilvæga skráningu byggðasögu að ræða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 490. fundur - 18.11.2019

Bæjarráð óskar eftir að fá forsvarsmenn Búnaðarsambandsins til fundar sem fyrst, til að fara yfir verkefnið og er bæjarstjóra falið að koma þeim fundi á.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 491. fundur - 25.11.2019

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður Búnaðarsambands Austurlands mætti á fundinn til að fara yfir málið og gefa bæjarráði frekari upplýsingar um verkefnið. Fram kom að Búnaðarsambandið er að þróa verkefnið og er í viðræðum við sveitarfélög á svæðinu og ýmsa aðila sem að því munu koma.
Í framhaldi af umræðum á fundinum verða teknar saman frekari upplýsingar um útfærslu verkefnisins, sem verða teknar aftur fyrir í bæjarráði þegar þær liggja fyrir.