Fyrir liggur bréf frá Búnaðarsambandi Austurlands, dagsett 29. október 2019, þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélaga á Austurlandi við 3. útgáfu Sveita og jarða í Múlaþingi. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnu- og menningarnefndar 4. nóvember 2019 til umsagnar.
Atvinnu- og menningarnefnd er jákvæð gagnvart framtakinu og fagnar því enda um mikilvæga skráningu byggðasögu að ræða.
Bæjarráð óskar eftir að fá forsvarsmenn Búnaðarsambandsins til fundar sem fyrst, til að fara yfir verkefnið og er bæjarstjóra falið að koma þeim fundi á.
Jóhann Gísli Jóhannsson formaður Búnaðarsambands Austurlands mætti á fundinn til að fara yfir málið og gefa bæjarráði frekari upplýsingar um verkefnið. Fram kom að Búnaðarsambandið er að þróa verkefnið og er í viðræðum við sveitarfélög á svæðinu og ýmsa aðila sem að því munu koma. Í framhaldi af umræðum á fundinum verða teknar saman frekari upplýsingar um útfærslu verkefnisins, sem verða teknar aftur fyrir í bæjarráði þegar þær liggja fyrir.