Sjúkraflug

Málsnúmer 201910150

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 487. fundur - 28.10.2019

Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 488. fundur - 04.11.2019

Björn fór yfir fyrri umfjöllun og umræður varðandi sjúkraflug á Austurlandi. Fram kom hjá honum að einungis ein sjúkraflugvél er starfrækt á landinu, sem gerð er út frá Akureyri. Í ljósi þess er augljóst að upp getur komið mjög alvarleg staða, ef útköll koma á sama tíma á mismunandi landsvæðum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs áréttar að brýnt er að komið verði upp aðstöðu fyrir hluta útgerðar þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðaflugvelli eða að þar verði staðsett sérstök sjúkraþyrla til að sinna bráðatilfellum á þessu landsvæði.
Bæjarráð leggur áherslu á að mótuð verði sem fyrst framtíðarstefna í sjúkraflutningum.