Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

487. fundur 28. október 2019 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074Vakta málsnúmer

Guðlaugur fór yfir samantekt sína á fjárhagsáætlunum nefnda vegna ársins 2020, ásamt þriggja ára áætlun 2021 -2023 og bar saman við þá rammaáætlun sem lögð var fram sl. sumar.
Endanleg drög að fjárhagsáætlun verða lögð fyrir næsta bæjarráðsfund til samþykktar.

Áætlunin að öðru leyti í vinnslu.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201907015Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann og nokkrir starfsmenn áttu með forsvarsmönnum Hattar.
Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Lagt er til að sveitarfélagið veiti viðbótarframlag á árinu 2019, vegna starfsemi meistaraflokka félagsins, upp á kr. 7,5 milljónir. Framlagið verði fært á lið 06820 framlag til Hattar. Á móti verði þetta tekið af lið 27010. Þetta hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs, en skráist sem viðauki 5.

Samþykkt með 2 atkv. en einn var fjarverandi (SBS)

4.3. fundargerð stjórnar Brunavarna á héraði 2019

Málsnúmer 201910140Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 269. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201910164Vakta málsnúmer

Gunnar fór yfir liði í fundargerðinni og upplýsti um stöðuna.
Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.

6.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004Vakta málsnúmer

Farið yfir reynslu undanfarinna mánaða á aðsókn í viðtalstíma hjá starfsmönnum og kjörnum fulltrúum í samfélagssmiðjunni Miðvangi 31.
Bæjarráð leggur til að í nóvember desember og janúar, verði lagt upp með að fækka viðtalsdögum í einn á viku þannig að boðið verði upp á opnun á fimmtudögum frá kl. 12:00 til 18:00.
Jafnframt verði fleiri starfsmenn og kjörnir fulltrúar til viðtals á opnunartíma.
Samþykkt að óska eftir því við þann hóp sem komið hefur að framkvæmd verkefnisins að hann útfæri frekar þessar hugmyndir.

8.Sjúkraflug

Málsnúmer 201910150Vakta málsnúmer

Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

9.Haustráðstefna LÍSU 2019

Málsnúmer 201910159Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Málsnúmer 201910161Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Beiðni um styrk vegna 60 ára afmælis Félags heyrnarlausra

Málsnúmer 201910163Vakta málsnúmer

Bæjarráð þakkar erindið, en mun ekki veita sérstakan styrk í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.

12.40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201910126Vakta málsnúmer

Fram kom að í tilefni afmælisins afhenti Fljótsdalshérað Menntaskólanum mynd frá fyrstu skóflustungunni vegna bygginga ME og jafn framt mun sveitarfélagið framvegis kosta viðurkenningar sem veittar verða útskriftarnemum sem hafa að mati skólastjórnenda lagt sérstaklega mikið af mörkum í félagsstarfi nemenda eða samfélagsmálum almennt.
Bæjarráð samþykkir framangreint samhljóða.

13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.

Málsnúmer 201910143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

Málsnúmer 201910147Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarbeiðni um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

Málsnúmer 201910116Vakta málsnúmer

Umsögn vegna tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir yfir stuðningi við tillögu að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og telur hana til þess fallna að efla sveitarstjórnarstigið til farmtíðar.
Bæjarráð áréttar fyrri yfirlýsingu þar sem fram kemur m.a. að það sé fagnaðarefni að fyrir liggi stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. Bæjarráð leggur áherslu á að vanda skuli til verka við flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sérstaklega hvað fjármögnun varðar, sem og að endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sé þörf og að þeim verði fjölgað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:00.