Umsagnarbeiðni um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023, 148. mál.

Málsnúmer 201910116

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 486. fundur - 21.10.2019

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að umsögn um málið og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 487. fundur - 28.10.2019

Umsögn vegna tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýsir yfir stuðningi við tillögu að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga og telur hana til þess fallna að efla sveitarstjórnarstigið til farmtíðar.
Bæjarráð áréttar fyrri yfirlýsingu þar sem fram kemur m.a. að það sé fagnaðarefni að fyrir liggi stefnumótun í málefnum sveitarfélaga. Bæjarráð leggur áherslu á að vanda skuli til verka við flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sérstaklega hvað fjármögnun varðar, sem og að endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sé þörf og að þeim verði fjölgað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.