Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

486. fundur 21. október 2019 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti stöðu nokkurra mála sem snerta rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir stöðuna við gerð fjárhagsáætlunar 2020, miðað við fram komnar áætlanir frá nefndum B-hlutafyrirtækjum og starfsmönnum.
Stefnt er að því að bæjarráð afgreiði tillögur að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar á næsta fundi sínum 28. okt.

3.Fundargerð 56. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201910125

Björn Ingimarsson fór yfir umræður á fundinum og þau mál sem þar voru rædd.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa

Málsnúmer 201910122

Fyrir liggur beiðni um útvegun fundaraðstöðu og fl. vegna ársfundar Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa, sem halda á 14. nóvember nk.
Bæjarráð samþykkir að vera gestgjafi og felur bæjarstjóra að undirbúa fundinn í samræmi við umræður í bæjarráði.

5.40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201910126

Rætt um 40 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum sem verður haldið upp á nk. fimmtudag.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem ræddar voru á fundinum og koma á framfæri hamingjuóskum frá sveitarfélaginu.

6.Beiðni um yfirlýsingu Fljótsdalshéraðs vegna Gilsárteigs 1

Málsnúmer 201910123

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að senda inn jákvæða umsögn um málið í samræmi við það sem farið var yfir á fundinum.

7.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.

Málsnúmer 201910072

Lagt fram til kynningar.

8.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

Málsnúmer 201910074

Lagt fram til kynningar.

9.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál

Málsnúmer 201910075

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál

Málsnúmer 201910081

Lagt fram til kynningar.

11.Umsagnarbeiðni um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023, 148. mál.

Málsnúmer 201910116

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að umsögn um málið og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember.

Fundi slitið - kl. 10:30.