Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201907015

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 476. fundur - 08.07.2019

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.1, 2 og 3, við fjárhagsáætlun 2019, í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir fundinum.

Viðauki 1 er vegna breytinga á útreikningi innri leigu. Hefur ekki nein áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins, né efnahag og sjóðsstreymi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Viðauki 2 er endurskoðun á fjárfestingaáætlun ársins, sem þegar hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Ekki er um að ræða breytingar á heildarfjárhæð, heldur tilfærsla milli verkefna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Viðauki 3 er hækkun fjárheimildar á lið 21230, verkefnisstjóri þróunarsviðs kr. 5.080 þús. Kostnaði mætt með lækkun á lið 2700, óviss útgjöld. Hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu ársins, né efnahag og sjóðsstreymi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 298. fundur - 21.08.2019

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2019, sem er heimild til 30 milljóna króna lántöku umfram heimild í áður samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2019.
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins, en handbært fé í árslok hækkar til samræmis við þessa viðbótarheimild.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 487. fundur - 28.10.2019

Bæjarstjóri fór yfir fund sem hann og nokkrir starfsmenn áttu með forsvarsmönnum Hattar.
Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Lagt er til að sveitarfélagið veiti viðbótarframlag á árinu 2019, vegna starfsemi meistaraflokka félagsins, upp á kr. 7,5 milljónir. Framlagið verði fært á lið 06820 framlag til Hattar. Á móti verði þetta tekið af lið 27010. Þetta hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs, en skráist sem viðauki 5.

Samþykkt með 2 atkv. en einn var fjarverandi (SBS)