Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

476. fundur 08. júlí 2019 kl. 08:15 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál tengd fjárhag og rekstri sveitarfélagsins.
Gengið hefur verið frá framlengingu á skammtímafjármögnunarsamningi við Lánasjóð sveitarfélaga sem gildir til 2. september.
Farið yfir stöðu fjárfestingaverkefna ársins, með tilliti til áætlunar
í samræmi við tilmæli ráðuneytis til sveitarfélaga.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 201907015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir viðauka nr.1, 2 og 3, við fjárhagsáætlun 2019, í samræmi við þau gögn sem liggja fyrir fundinum.

Viðauki 1 er vegna breytinga á útreikningi innri leigu. Hefur ekki nein áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins, né efnahag og sjóðsstreymi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Viðauki 2 er endurskoðun á fjárfestingaáætlun ársins, sem þegar hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Ekki er um að ræða breytingar á heildarfjárhæð, heldur tilfærsla milli verkefna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Viðauki 3 er hækkun fjárheimildar á lið 21230, verkefnisstjóri þróunarsviðs kr. 5.080 þús. Kostnaði mætt með lækkun á lið 2700, óviss útgjöld. Hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu ársins, né efnahag og sjóðsstreymi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.1.stjórnarfundur brunavarna á Héraði 2019.

Málsnúmer 201907006

Lagt fram til kynningar.

4.259.fundargerð stjórnar HEF.

Málsnúmer 201907013

Gunnar Jónsson formaður stjórnar fór yfir nokkur mál sem rædd voru á fundinum og upplýsti bæjarráðsmenn um stöðu þeirra.

5.Aðalfundur Sláturhúsið Menningarsetur ehf árið 2019.

Málsnúmer 201907018

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða aðalfund í félaginu í tengslum við fyrsta fund bæjarráðs í ágúst.

6.Aðalfundur Fasteignafélag Iðavalla ehf árið 2019.

Málsnúmer 201907017

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða aðalfund í félaginu í tengslum við fyrsta fund bæjarráðs í ágúst.

7.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128

Farið yfir fundargerð starfshópsins og samþykkir bæjarráð að vísa henni til umræðu og afgreiðslu á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarleyfi.

8.Stjórnskipulag Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201907020

Björn bæjarstjóri lagði fram og kynnti drög að breytingum á stjórnskipulagi hjá sveitarfélaginu sem tæki gildi nú í lok sumars. Breytingarnar eru gerðar með hliðsjón af því að Stefán Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri hefur óskað eftir að minnka starfshlutfall sitt frá og með byrjun ágúst.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu bæjarstjóra og felur honum að kynna og framkvæma breytingarnar.

9.Drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð

Málsnúmer 201906133

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 150/2019 - Drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Umsagnarfrestur er til og með 06.08.2019.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera umsögn um reglugerðina og skila inn fyrir uppgefinn frest.

10.Endurnýjun kjarasamninga við sveitarfélög.

Málsnúmer 201907011

Í ljósi þess að kjarasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga fer með kjarasamningsumboð fh. Fljótsdalshéraðs, mun bæjarráð ekki bregðast við erindi AFLs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


11.Frístund við Egilsstaðaskóla 2019-2020

Málsnúmer 201903037

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir áframhaldandi vinnu starfshóps um frístundastarf, sem skipaður var af bæjarstjórn 20. mars sl. Drögin verði lögð fyrir fyrsta fund bæjarráðs að afloknu sumarleyfi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080

Fyrir liggur bréf frá Steinari Inga Þorsteinssyni, þar sem hann biðst lausnar frá störfum í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum á vegum Fljótsdalshéraðs, þar sem hann og fjölskylda hans er að flytja úr sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir lausnarbeiðni Steinars Inga. Jafnframt samþykkir bæjarráð eftir farandi breytingar á skipan fulltrúa L-listans í ráð og nefndir sveitarfélagsins:

Stjórn Minjasafns Austurlands. Aðalmaður L-lista Sigrún Blöndal og varamaður Dagur S. Óðinsson.
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi. Aðalmaður Björg Björnsdóttir.
Svæðisráð Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Varamaður Björg Björnsdóttir.
Stjórn Endurmenntunarsjóðs Fljótsdalshéraðs. Kristjana Sigurðardóttir.

Kjöri nýs fulltrúa í bæjarráð, ásamt kjöri í embætti á vegum bæjarstjórnar er vísað til 1. fundar bæjarstjórnar í ágúst.

13.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082

Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að breyttum samþykktum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

14.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Farið yfir skipulag opnunardaga samfélagssmiðjunnar eftir sumarfrí. Bæjarráð samþykkir að fyrsti opnunardagur samfélagssmiðjunnar eftir sumarfrí verði fimmtudaginn 22. ágúst. Jafnframt að tímabilið ágúst og út október verði opið þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Opnunartími verði lagaður að því sem reynist best, eftir því sem verkefninu vindur fram.

Bæjarstjóra falið að láta ljúka gerð skipulags fyrir opnunardaga miðað við framangreint.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Samþykkt stjórnar sambandsins vegna erindis ASÍ um áhrif hækkunar fasteignamats og hugsanleg viðbrögð sveitarfélaga

Málsnúmer 201906149

Farið yfir erindi ASÍ og samþykkt stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi hækkanir á gjaldskrám og álagningu fasteignagjalda á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga um málið.
Einnig er bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa AFLs og kynna fyrir þeim stöðu mála við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélagsins, með hliðsjón af hækkun fasteignamats.
Jafnframt er bæjarstjóra falið að kynna bókun Sambands ísl. sveitarfélaga fyrir stjórnendum B-hlutafyrirtækja sveitarfélagsins.

16.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Ásgeirsstaðir.

Málsnúmer 201906146

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Ásgeirsstöðum. Umsækjandi er Ásgeirsstaðir ehf, umsjónarmaður Guðrún Jónsdóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa.
Ekki liggur fyrir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns

17.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki II - VÖK Urriðavatn

Málsnúmer 201905170

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II fyrir Vök við Urriðavatn. Umsækjandi er Vök ehf, og forsvarsmaður Heiður Vigfúsdóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa, með ábendingu um byggingarstig húsnæðisins, þegar umsögn hans var gefin. Ekki liggur fyrir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns

18.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki III - Skipalækur

Málsnúmer 201906106

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki III að Skipalæk. Umsækjandi er Skipalækur ehf, forsvarsmaður Baldur Grétarsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 34 gesti. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns

19.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Rúbín gisting - Valhöll

Málsnúmer 201906105

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Lóð 3 Eyjólfsstaðaskógi. Umsækjandi er Rúbín gisting ehf, forsvarsmaður Fjóla Orradóttir.
Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 10 gesti. Ekki liggur fyrir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og með vísan til þess að bæjarstjórn hefur áður samþykkt að undangengnu kynningarferli að breyta skipulagi svæðisins til að heimila gistingu þar, veitir bæjarráð jákvæða umsögn. Með vísan til þess sem að framan greinir staðfestir bæjarráð jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og áformað skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Kambur

Málsnúmer 201905073

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki Il að Réttarkambi 7 Hallormsstað. Umsækjandi er Gestir og gangandi ehf, forsvarsmaður Guðný Vésteinsdóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig athugasemdir frá umsækjendum og frekari greinargerð með umsókninni og samþykki annarra íbúðaeigenda við Réttarkamb. Ekki liggur fyrir umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum undanþágu fyrir starfseminni með vísan til heimildar í gildandi deiliskipulagi. Undanþágan gildir í 5 ár. Bæjarráð veitir undanþáguna í umboði bæjarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn. Vegna undanþáguákvæðis í deiliskipulagi fyrir Réttarkamb staðfestir bæjarráð jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um, en leggur til að leyfið verði gefið út til 5 ára.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns

21.Stækkun Keflavíkurflugvallar - beiðni um umsögn

Málsnúmer 201901066

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.